Mannlíf

Skagfirðingar mæta Fljótsdalshéraði

Skagfirðingar mæta Fljótsdalshéraði í annarri umferð spurningarkeppninnar Útsvars sem sýnd verður í beinni útsendingu á RÚV á föstudagskvöldið. Í fyrstu umferð sigruðu Skagfirðingar lið Ísafjarðar.
Meira

„Sýndi ótrúlegan karakter allan tímann“

Í byrjun síðasta árs greindist Páll Þórðarson, sem þá var nemandi í 10. bekk í Blönduskóla á Blönduósi, með krabbamein í beinvef sem einnig hafði dreift sér í lungu. Palli, eins og hann er oftast kallaður, er sonur Ásdísar Arinbjarnardóttur og Þórðar Pálssonar. Hann á tvær systur, Hrafnhildi Unu 18 ára og Kristínu Helgu 8 ára.
Meira

Jólakvöldi í Kvosinni á Hofsósi frestað um viku

Jólakvöldi sem vera átti í Kvosinni á Hofsósi annað kvöld hefur verið frestað um viku vegna slæmrar veðurspár. Verður það því haldið þriðjudagskvöldið 8. desember.
Meira

Úr sviðsljósinu í London til sjávarsælunnar á Hvammstanga

Undanfarna áratugi hefur líf hjónanna Sigurðar Líndal Þórissonar og Gretu Clough snúist í kringum leikhúsið í Lundúnarborg, þar sem þau kynntust og felldu saman hugi. Þau hafa nú sagt skilið við ys og þys borgarlífsins og sest að í hæglátu umhverfi Hvammstanga þar sem Sigurður hefur tekið að sér framkvæmdastjórn Selaseturs Íslands. Greta mun áfram starfa við brúðuleikhús, í eigu þeirra hjóna, en hún semur og setur á svið leikverk fyrir börn ásamt því að útbúa leikbrúður. Blaðamaður Feykis hitti hjónin í Selasetrinu á fallegu nóvembersíðdegi og fékk að heyra um fyrra líf þeirra í London, flutninginn og hvernig þau horfa til framtíðar á Hvammstanga.
Meira

Rjúpnarannsóknir á Íslandi

Þriðjudagurinn 8. desember kl. 17:00 flytur Ólafur K. Nielsen erindi í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal um þetta áhugaverða efni. Bæði veiðimenn, sem náttúruverndarmenn hjartanlega velkomnir.
Meira

Aðventustemning á Sauðárkróki

Í gær voru ljós tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi og í gamla bænum á Króknum var aðventustemning og notalegheit. Veðrið var hið besta, örlítið frost og dass af snjó. Kórar sungu, Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri flutti ræðu, Sigvaldi Helgi Gunnarsson stökk úr Voice-settinu og fékk dúndur viðtökur hjá ungum sem öldnum.
Meira

Ljósin tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi í dag

Í dag, laugardaginn 28. nóvember, verður kveikt á jólatrénu á Kirkjutorgi við hátíðlega athöfn. Dagskráin hefst kl 15:30 en hún er fjölbreytt að vanda. Nemendur Grunnskólans austan Vatna taka lagið og einnig barnakór Sauðárkrókskirkju og Árskóla. Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri flytur ávarp og jólasveinarnir koma í heimsókn. Að venju er jólatréð gjöf frá Kongsberg, vinabæ Skagafjarðar í Noregi.
Meira

„Ég er meira spenntur heldur en stressaður“

Skagfirðingurinn Sigvaldi Helgi Gunnarsson segist „meira spenntur heldur en stressaður,“ og vera búinn að læra textann, en hann tekur þátt í átta manna undanúrslitum The Voice Ísland á Skjá einum. Útsendingin hefst klukkan 20 og hefur þátturinn skipað sér sess meðal vinsælustu sjónvarpsþátta landsins.
Meira

Lokaþáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla á morgun kl. 12:00

Lokaþáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla verður í beinni útsendingu á Feyki.is á morgun, laugardaginn 28. nóvember, og hefst útsendingin kl. 12:00. Sent verður út frá stúdíói SkottaFilm á Sauðárkróki og þangað mæta fulltrúar allra fyrirtækjanna sex sem fjallað hefur verið um í þessari þáttaröð.
Meira

Friðarganga Árskóla í myndum

Árleg friðarganga Árskóla fór fram á Sauðárkróki í morgun. Veðrið var stillt, jólalögin hljómuðu allt um kring og mikil spenningur skapaðist hjá nemendum skólans. Í hugum margra bæjarbúa markar þessi skemmtilega hefð upphaf aðventunnar og finnst mörgum ómissandi að fylgjast með ljóskerinu ganga á milli barnanna, sem mynda samfellda keðju upp kirkjustíginn, þar til hann kemur að krossinum og á honum kviknar ljós.
Meira