Óskar og félagar með Óskalagatónleika
Óskar Pétursson, Eyþór Ingi Jónsson og Hjalti Jónsson halda Óskalagatónleika á Akureyri um páskana. Á tónleikunum geta gestir kallað upp sitt óskalag og fengið það flutt. Tónleikarnir fara fram í Akureyrarkirkju laugardaginn 26. mars kl. 20.00.
Enn eina ferðina ætla félagarnir Eyþór Ingi Jónsson, organisti, og tenórarnir Óskar Pétursson og Hjalti Jónsson að syngja og spila óskalög í Akureyrarkirkju. Að þessu sinni fara herlegheitin framlaugardaginn fyrir páska, þann 26. mars kl. 20.00.
Tónleikagestir mæta, lesa lagalista með nokkur hundruð lögum og kalla svo upp sitt uppáhalds lag sem þeir félagar flytja eftir bestu getu -svo einfalt er það. Efnisskráin er ansi fjölbreytt, en þar má finna óperuaríur, hugljúfar dægurperlur, rapplög og allt þar á milli.
Glens og gaman einkenna tónleikana, sem og vandræðagangur tenóranna við að finna lög og texta í möppunum sínum. Aðgangseyrir er krónur 2.500.
Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.