Verkefninu Boðið á býli hleypt af stokkunum

Þrjár konur sem starfa við búskap og ferðaþjónustu í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hafa ákveðið að sameina krafta sína og efla afþreyingarmöguleika á svæðinu með því að bjóða ferðamönnum heim á býli, en verkefnið heitir einmitt „Boðið á býli.“

Þetta eru þær Eydís Magnúsdóttir í Sölvanesi, Evelyn Ýr Kuhne á Lýtingsstöðum og Sigrún Helga Indriðadóttir á Stórhóli. Á dögunum opnuðu þær fésbókarsíðu verkefnisins The Icelandic Farm Animals, en áhersla verður lögð á að kynna húsdýrin á þessum þremur bæjum.

Verkefnið fékk í fyrrasumar styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra og hefur það verið í undirbúningi í vetur. „Hugmyndin á bak við þetta er að mynda heild, sameina krafta okkar og byggja upp meiri afþreyingu á svæðinu, sem nýtist okkur jafnt sem öðrum í ferðaþjónustu á svæðinu,“ segja þær stöllur m.a. í viðtali í 11. tölublaði Feykis sem út kom í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir