Mjallhvít og dvergarnir sjö slógu í gegn
Leikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö, í flutningi 10. bekkjar Árskóla, var frumsýnt í Félagsheimilinu Bifröst þann 9. mars sl. Áætlað var að sýna alls átta sinnum en vegna mikilla vinsælda var boðið upp á tvær aukasýningar sl. mánudag en um 800 manns hafa séð leikritið að talið er. Það var Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson sem leikstýrði.
Venju samkvæmt var mikið lagt í sýningu 10. bekkjar, mikið var æft og búningar og sviðsmynd af glæsilegra taginu. Leikarar, sem og fólkið á bakvið tjöldin, stóðu sig með prýði og Anna Margrét Hörpudóttir fór á kostum sem hin illa drottning.
Þá höfðu leikarar sýningarinnar heimsótt nemendur leikskólans Ársala og Árskóla dagana á undan frumsýningu. Og þegar börnin mættu í Bifröst voru þau vel með á nótunum og tóku undir fagran söng Áróru Árnadóttur, sem fór með hlutverk Mjallhvítar.
Í Feyki sem kom út í dag var sagt að það hafi verið Brynja Sif Harðardóttir sem fór með hlutverk Mjallhvítar, en hið rétta er að Árórar Árnadóttir fór með hlutverk Mjallhvítar. Beðist er velvirðingar á þessu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.