Aldursbilið í Heklu er 80 ár
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
23.03.2016
kl. 11.56
Frá vinstri: Arnrún Ösp Guðjónsdóttir, Jóna Margrét Sigurðardóttir, Árný Margrét Hjaltadóttir formaður og Hafrún Kjellberg.
Á aðalfundi Kvenfélagsins Heklu í Skagabyggð, sem haldinn var í gær gengu þrjár ungar konur til liðs við félagið. Tvær eru fæddar árið 2000 og verða því 16 ára á árinu. Aldursbilið er töluvert í félaginu, eða um 80 ár, því elsta félagskonan 96 ára í haust.
Kvenfélagið Hekla var stofnað 28. ágúst 1927 og hefur það starfað óslitið síðan. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé mikið fagnaðarefni að fá nýjar konur til liðs við félagið og eru þær boðnar hjartanlega velkomnar í Heklu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.