Súperstar frumsýnt annað kvöld
Mikil eftirvænting ríkir fyrir frumsýningu söngleiksins Súperstar, í uppfærslu Umf. Grettis og Kormáks, sem fer fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga á morgun, miðvikudaginn 23. mars. Er þetta langstærsta sýningin sem sett hefur verið á svið á Hvammstanga fram til þessa.
Sýningardagar eru miðvikudagurinn 23. mars, föstudagurinn langi 25. mars, laugardagurinn 26. mars og annar í páskum 28. mars. Uppselt er á frumsýninguna en samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins eru enn laus sæti 25., 26. og 28. mars.
Miðapantanir fara fram í síma 863-4901 (Ingibjörg) eða senda póst á netfangið umf.grettir@gmail.com. Félagsheimilið opnar kl. 20:00, sýningin hefst kl. 21:00. Posi á staðnum. Miðaverð 4.000 kr. 3.000 kr. fyrir 14 ára og yngri.
Leikstjóri sýningarinnar er Sigurður Líndal Þórisson, sem starfaði síðustu tvo áratugina sem leikstjóri í London áður en hann flutti aftur á heimahagana. Verkefnisstjóri er Ingibjörg Jónsdóttir en alls koma rúmlega 30 manns að uppsetningunni, þar af stíga um 25 á svið. Þátttakendur koma allstaðar að úr Húnaþingi vestra.
Myndir frá forsýningu má skoða á Facebook-síðu viðburðarins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.