Skírdagstónleikar með Hrafnhildi Ýr

Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir syngur á skírdagstónleikum í Sauðárkrókskirkju.
Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir syngur á skírdagstónleikum í Sauðárkrókskirkju.

Sauðárkrókskirkja býður til árlegra tónleika að kvöldi skírsdags, kl. 20. Þar mun Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir syngja ljúf lög úr ýmsum áttum.

Í hléi verður atburða skírdagskvölds minnst með óhefðbundinni altarisgöngu þar sem brotið verður brauð frá Sauðárkróksbakaríi og bergt á vínberjum.

Tónleikarnir eru fyrir alla aldurshópa, enginn aðgangseyrir og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir