„Þá gömlu góðu daga“

Efri röð frá vinstri: Jóhann, Guðmundur, Róbert, Sigfús og Margeir.
Neðri röð frá vinstri: Jón, Guðrún Helga og Björn.
Efri röð frá vinstri: Jóhann, Guðmundur, Róbert, Sigfús og Margeir. Neðri röð frá vinstri: Jón, Guðrún Helga og Björn.

Söngskemmtunin Manstu gamla daga stendur yfir í Skagafirði þessa dagana og þetta í sjötta sinn sem hún er sett upp. Um er að ræða skemmtun í tali og tónum og að þessu sinni er sögusviðið Skagafjörður kringum 1970.

Fjallað er um dægurlögin, tíðarandann og sagðar sögur af fólkinu. Guðrún Helga Jónsdóttir og Róbert Óttarsson flytja dægurlög frá þessum tíma við undirleik hljómsveitar Félags harmonikuunnenda í Skagafirði. Þess á milli lætur Björn Björnsson hugann reika til liðinna daga.

Hljómsveitin er skipuð þeim Jóhanni Friðrikssyni, Guðmundi Ragnarssyni, Sigfúsi Benediktssyni, Margeir Friðrikssyni og Jóni Gíslasyni.

Fyrsta sýningin var á mánudagskvöld, önnur sýning verður á Mælifelli, Sauðárkróki annað kvöld (fimmtudagskvöld) kl. 20:30 og sú þriðja og síðasta í Höfðaborg, Hofsósi, á föstudagskvöldið kl. 20:30.

Miðapantanir eru í símum 453 5304 og 891 6120 (Gunnar) og 868 1875 (Ragnheiður). Aðgangseyrir er 2500 krónur og ekki er tekið við kortum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir