Varð heilluð af því að tengja saman ljósmynda- og listasögu bæjarins

Mynd úr tímaritinu Skagaströnd Review.
Mynd úr tímaritinu Skagaströnd Review.

Andrea Weber er frönsk-þýsk listakona sem býr í París. Hún hefur vanið komur sínar til Íslands frá árinu 2009 og líkt og margir listamenn tekið ástfóstri við Skagaströnd og nærsveitir. Nýverið gaf hún út tímaritið Skagaströnd Review sem er afrakstur rannsóknar- og þróunarverkefnis þar sem hún tengir saman ljósmynda- og listasögu bæjarins. Feykir fékk að heyra meira um útgáfu þessa sérstæða rits. 

Andrea Weber í útgáfuhófinu. Mynd/Ólafur Bernódusson„Sem ljósmyndari var ég heilluð af því að tengja saman þessi tvö listform sem sprottin eru frá Skagaströnd, annars vegar ljósmyndasöguna og hins vegar þá list sem hefur orðið til hjá listamönnum Nes listamiðstöðvar, frá því hún var sett á stofn árið 2008, og er innblásin af umhverfi bæjarins,“ útskýrir Andrea. 

Tímaritið kom síðan út í byrjun mars, það telur 92 blaðsíður og er A4 að stærð og var prentað í 400 eintökum í Svansprent í Reykjavík. Að sögn Andreu er hægt að nálgast Skagaströnd Review í Samkaup á Skagaströnd, einnig segir Andrea að hægt verði að fá tímaritið í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki, Mengi galleríi í Reykjavík, Þjóðminjasafni Íslands, Ljósmyndarasafni Íslands, mögulega í Hafnarhúsinu og í Flóru á Akureyri.

Andrea hélt útgáfuhóf Skagaströnd Review á Skagaströnd þann 3. mars sl. Þá bauðst íbúum bæjarins að koma og skoða tímaritið. „Viðbrögðin voru mjög jákvæð og það var ánægjulegt að heyra skoðanir fólks á verkum mínum,“ segir Andrea.

Andrea segir nánar frá Skagaströnd Review í Feyki vikunnar.

Mynd úr tímaritinu Skagaströnd Review.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir