Mannlíf

Færðu Ívari Elí afrakstur áheitahlaups

Í gær afhentu nemendur í 7. og 8. bekk Varmahlíðarskóla Ívari Elí Sigurjónssyni og föður hans, Sigurjóni Leifssyni afrakstur áheitasöfnunar sinnar. Síðustu vikur hafa þessir 32 krakkar safnað 1.113.829 krónum með áheitahlaupi sem þau hlupu síðasta vetrardag.
Meira

Elmar söng sig inn í hjörtu Sæluvikugesta

Karlakórinn Heimir hélt sína árlegu Sæluvikutónleika í Miðgarði síðast liðinn laugardag. Sérstakur gestur á tónleikunum var Elmar Gilbertsson sem sló í gegn í óperunni Ragnheiði og var í kjölfarið valinn söngvari ársins 2015.
Meira

Fullkominn farsi í höndum Leikfélags Sauðarkróks

Leikritið Fullkomið brúðkaup hefur verið sett upp hjá hundruðum leikhúsa um allan heim, eins og fram kemur á heimasíðu höfundar, Robins Hawdon. Fullkomið brúðkaup er fullkominn farsi, eða eins og í leikskrá er haft eftir höfundinum: „Góður farsi þarf m.a. að bjóða upp á hraða, fullt af misskilningi, fyndni, framhjáhöld, ást og hurðaskelli.“ Auk þess, þar sem þetta er erlent leikrit, þarf þessi farsi að bjóða upp á mjög færan þýðanda, húmorista sem kann að draga fram kómiska hlið af hverju einasta orði íslenskrar orðabókarinnar en sá reynslubolti er enginn annar en Örn Árnason. Ég held að textagerð farsa sé ennþá flóknara og meira krefjandi en að semja handrit fyrir drama, en það má vera rangt. En vindum okkur að brúðkaupinu, förum okkur í Bifröst á Sauðárkróki í boði Leikfélags Sauðárkróks og bíðum spennt.
Meira

Kíkt upp í 22 metra hæð í körfubíl

Viðbragðsaðilar í Skagafirði voru með kynningu og sýningu á tækjabúnaði sínum á bílastæðinu við Skagfirðingabúð í dag. Þar var meðal annars hægt að kíkja upp í 22 metra hæð með þar til gerðum körfubíl.
Meira

Stefnir í stórkostlegt kvöld í íþróttahúsinu

Feykir leit við inn í Íþróttahúsið á Sauðárkróki fyrr í dag þar sem æfingar og undirbúningur stóð sem hæst fyrir stórsýninguna „Árið er... - lögin sem lifa“. Í kvöld verður íslensk dægurlagasaga flutt í tali og tónum flutt af landsþekktum söngvurum í bland við upprennandi stjörnur.
Meira

Karlakórinn Heimir og Elmar Gilbertsson í Miðgarði annað kvöld

Karlakórinn Heimir heldur sína árlegu Sæluvikutónleika í Miðgarði annað kvöld. Sérstakur gestur á tónleikunum er Elmar Gilbertsson tenórsöngvari. Spjallað var við Heimismenn í afmælisblaði Feykis sem kom út í síðustu viku.
Meira

Mamma Mia á Skagaströnd

Nemendur í leiklistarvali í 8.-10.bekk í Höfðaskóla á Skagaströnd frumsýna í kvöld söngleikinn Mamma Mia í leikstjórn Ástrósar Elísdóttur. Sýningin, sem er ríflega klukkustundar löng, byggir á sama handriti og sú sem nú nýtur mikillar vinsælda á fjölum Borgarleikhússins. Er þar um að ræða glænýja og frábæra þýðingu Þórarins Eldjárn.
Meira

Sara Íslandsmeistari í ísbaði

Íslandsmeistaramót í ísbaði fór fram við sundlaug Sauðárkróks í gær. Það var Sara Jóna Emilía sem sigraði eftir harða baráttu við Benedikt S. Lafleur. Sara sat í ískarinu í 13:13 mínútur í vatni sem var við frostmark og ís í karinu að auki.
Meira

Ný stjórn Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði

Aðalfundur Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði var haldinn á Lýtingsstöðum síðast liðinn mánudag. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf og urðu nokkrar breytingar á stjórn félagsins.
Meira

Nota 60 ára gamla búninga á sumardaginn fyrsta

Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur á Hvammstanga sl. fimmtudag með hefðbundnum hætti. Vel viðraði til skrúðgöngu en það eru Sumardísin og Vetur konungur sem leiða skrúðgönguna á Hvammstanga, samkvæmt 60 ára gamalli hefð. Af því tilefni sló blaðamaður Feykis á þráðinn til Ingibjargar Pálsdóttur (Lillu), sem hefur umsjón með hátíðarhöldunum og er ein þriggja kvenna sem saumuðu búninga sem notaðir hafa verið frá upphafi.
Meira