Mannlíf

Myndskeið frá Mjallhvíti og dvergunum sjö

Mjallhvít og dvergarnir sjö, leiksýning nemenda í 10. bekk Árskóla, sem er til sýningar um þessar mundir í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki hefur vakið mikla lukku, eins og greint var frá á feykir.is í gær. Hér má sjá myndskeið Skottu Film frá sýningunni en eins og sjá má leggja nemendur skólans allt í sölurnar til að gera sýninguna sem glæsilegasta.
Meira

Rómantískir kjólar og töff jakkaföt í fermingartískunni

Já, það eru tískustraumar í fermingarfatnaðinum eins og í öllu öðru. Undanfarin ár hefur hann reyndar verið nokkuð svipaður, helstu breytingar hafa verið á sniðum og eitthvað í litum. Mest áberandi eru sætir kjólar á stelpurnar og flott jakkaföt á strákana.
Meira

Mjallhvít frumsýnd í Bifröst

Mjallhvít og dvergarnir sjö, í flutningi 10. bekkjar Árskóla, var frumsýnt í Félagsheimilinu Bifröst í gær. Það var Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson sem leikstýrði. „Mjallhvít er ofsótt af afbrýðisamri stjúpmóður sinni, drottningunni, og leitar skjóls úti í skógi hjá sjö dvergum. Drottningin gefur Mjallhvíti eitrað epli, en prinsinn finnur hana og vekur hana af dvala,“ segir um söguþráð leikritsins eftir hinu sívinsæla Grímsævintýri.
Meira

Draugagangur í Kvennaskólanum

Fimmta kynningarmyndskeiðið um textíl á Norðurlandi vestra sem Þekkingarsetrið á Blönduósi hefur framleitt í samstarfi við Textílsetrið á Blönduósi er komið út. Í myndskeiðinu er fjallað um Kvennaskólann og er það Aðalbjörg Ingvarsdóttir, fyrrum skólastjóri skólans sem sér um kynninguna.
Meira

Stórsýningin „Árið er...lögin sem lifa“ í Sæluviku

Sýningin „Árið er… lögin sem lifa“ verður haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í Sæluviku, föstudaginn 29. apríl. Þar verður íslensk dægurlagasaga flutt í tali og tónum af landsþekktum söngvurum í bland við upprennandi stjörnur. Fram koma meðal annarra Magni Ásgeirsson, Sigríður Thorlacius, Sigríður Beinteinsdóttir og fjöldi skagfirskra söngvara.
Meira

Ólafur úr Höfðaskóla sigurvegari Framsagnarkeppninnar

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi var haldin í gær þriðjudaginn 8. mars. Húnavallaskóli sá um lokahátíðina að þessu sinni. Keppnin er tileinkuð Grími heitnum Gíslasyni, fréttaritara, og fyrrum bónda frá Saurbæ í Vatnsdal. Markmið keppninnar er að glæða tilfinningu og metnað húnvetnskra grunnskólanema fyrir íslensku máli og framsögn.
Meira

Glært plast og rykdustarar

Fyrir nokkrum árum var ég ein af þeim sem elskaði að hlaða á sig fylgihlutum og myndi reyndar gera meira af því í dag ef ég væri ekki með nikkel ofnæmi, þá sérstaklega skartið. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég hætti alveg að ganga með allar gerðir af fylgihlutum eftir að ég eignaðist börnin mín, meira að segja töskur, því með þessum ungabörnum fylgir svo mikil fyrirferð og dót að ég nennti ekki að burðast með enn meira fyrir sjálfa mig.
Meira

Kátt á hjalla á kótilettukvöldi

Það var kátt að hjalla á kótilettukvöldi sem haldið var á Hvammstanga um helgina. „Það gekk alveg ljómandi vel, um 280 manns komu sem er nánast húsfyllir,“ sagði Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður Lionsklúbbsins Bjarma, þegar Feykir hafði samband við hann í gær.
Meira

Gulla á gamansömum nótum

Skemmtilegir pistlar sem birtust í tveimur síðustu tölublöðum Feykis hafa vakið verðskuldaða athygli. Sú sem heldur um pennann í umræddum skrifum er þjóðfræðingurinn Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir, sem um þessar mundir starfar hjá Kjötafurðastöð KS. Guðlaug er heimasæta úr Reykhólasveit og er skráð sem slík á ja.is.
Meira

Benjamín Kristinsson nýr safnvörður að Reykjum

Benjamín Kristinsson hefur verið ráðinn safnvörður á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði. Starfið var auglýst laust til umsóknar í janúarmánuði og rann umsóknarfresturinn út 15. febrúar sl.
Meira