Mannlíf

Háskólalestin á Blönduósi um hvítasunnuhelgina

Háskólalestin nemur staðar á Blönduósi dagana 13. og 14 maí með fjölbreytta dagskrá, bæði fyrir nemendur í eldri bekkjum grunnskóla á svæðinu og alla fjölskylduna í veglegri vísindaveislu í Félagsheimili Blönduóss.
Meira

Króksarinn Kristján Gísla í Globen

Króksarinn Kristján Gíslason er meðal bakraddasöngvara hjá Gretu Salóme þegar Ísland keppir í fyrri undanúrslitum í kvöld. Keppnin fer fram í Globen í Stokkhólmi. Kristján er að taka þátt í Eurovision í fjórða sinn, en árið 2001 flutti hann lagið Angel í keppninni. Þetta er í þriðja sinn sem hann tekur þátt sem bakraddasöngvari.
Meira

Glæsilegt fley í Firðinum

Snekkja rússneska milljarðamæringsins Andrey Melnichenko var á ferð um Skagafjörð í gær. Snekkjan, sem ber hið látlausa nafn „A“, er 120 metrar að lengd og hönnuð af hinum heimsfræga Philippe Starck. Hún er metin á um 39 milljarða króna en Melnichenko var í fyrra talinn sá 137. á lista yfir ríkustu menn í heimi.
Meira

Tvö verkefni í Árskóla tilnefnd til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla

Vinaliðaverkefni' og verkefnið Að vera 10. bekkingur í Árskóla hafa verið tilnefnt til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla, sem eru landssamtök foreldra. Verða verðlaunin veitt í 21. sinn við hátíðlega athöfn á morgun.
Meira

Vörumiðlun 20 ára - myndband

Flutningafyrirtækið Vörumiðlun á Sauðárkróki bauð til afmælisgleði í tilefni af 20 ára afmæli sínu á laugardaginn. Opið hús var hjá fyrirtækinu auk þess sem bílar Vörumiðlunar, um 35 tæki óku frá Blönduósi yfir Vatnsskarð og gegnum Sauðárkróki og voru svo til sýnis á útisvæði á Eyrinni.
Meira

Frábær aðsókn á Fullkomið brúðkaup

Aðsókn hefur verið frábær á uppsetningu Leikfélags Sauðárkróks á Fullkomnu brúðkaupi eftir Robin Howdon í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar. Uppselt hefur verið á fjórar sýningar af tíu hingað til og góður rómur gerður að sýningunni. Ýmsan skemmtilegan fróðleik um sýninguna og þátttakendur má lesa á heimasíðu leikfélagsins.
Meira

„Það er einhver tilgangur með að ég fékk þetta verkefni“

Bylgja Finnsdóttir er búsett í Laufkoti í Hjaltadal í Skagafirði. Hún var innan við þrettán ára þegar fyrstu einkenni sjúkdómsins endómetríósu gerðu vart við sig og síðar bættust við sjálfsofnæmissjúkdómarnir blettaskalli og vanvirkur skjaldkirtill.
Meira

Geitafjör á Grænumýri gerði lukku

Í gær var blásið til geitafjörs á Grænumýri í Blönduhlíð, sem var hluti af Barnamenningardögum í Skagafirði. Boðið var upp á fjölskyldustund í fjárhúsunum á Grænumýri þar sem skoða mátti geitur og kiðlinga og hlusta á tónlist úr smiðju Disney og Abba.
Meira

Söngskemmtun félags eldri borgara í Skagafirði

Sönghópur Félags eldri borgara í Skagafirði heldur söngskemmtun í Frímúrarasalnum á uppstigningardag, 5. Maí klukkan 15. Söngstjóri er Rögnvaldur Valbergsson og einsöngvari Þorbergur Skagfjörð Jósefsson.
Meira

Veðurklúbburinn spáir skánandi veðri eftir hvítasunnu

Þriðjudaginn 3. maí 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. „Fundarmenn voru sautján talsins, sem er óvenju fjölmennt og því meira lýðræði í veðurvæntingum eins og nú er haft í hámælum í þjóðmálaumræðunni,“ segir í fréttatilkynningu frá veðurklúbbnum.
Meira