Handbendi - Brúðuleikhúsi hleypt af stokkunum á Hvammstanga
Handbendi er leikfélag sem framleiðir brúðuleikhússýningar, auk hefðbundins leikhúss, og hefur bækistöðvar sínar á Hvammstanga. Leikhúsið mun framleiða nýjar sýningar, ætlaðar til leikferða um Ísland og heim allan; mun halda vinnusmiðjur og fyrirlestra sem virtir sérfræðingar á sviði brúðuleikhúss munu leiða; og vinna með skólum og kennurum á Norðurlandi vestra.
Þriðjudaginn 26. apríl verður haldinn kynningarfundur um leikhúsið og framtíðarsýn þess, ásamt stuttri kynningu á brúðuleikhúsforminu sem stjórnandi leikhússins, Greta Clough, mun leiða með þátttöku atvinnubrúðuleikara frá Bretlandi. Atburðurinn verður haldinn á Selasetri Íslands kl. 19. Léttar veitingar verða í boði að fundi loknum, auk þess sem fólki gefst tækifæri til að snerta á brúðunum og spreyta sig á brúðuleik.
Fundurinn fer fram á ensku, en túlkun verður í boði ef einhver þarfnast hennar við og einhverjar spurningar vakna.
Aðgangur er ókeypis. Allir velkomnir.
/fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.