Heilsudagar hafnir á Blönduósi

Íþróttamiðstöðin á Blönduósi. Mynd: Róbert Daníel
Íþróttamiðstöðin á Blönduósi. Mynd: Róbert Daníel

Heilsudagar á Blönduósi hófust á Blönduósi í dag og standa þeir yfir til 18. apríl. Markmið þeirra er að hvetja fólk til að hreyfa sig og huga vel á heilsunni.

Margir einstaklingar og félög koma að þessu og verður ýmislegt í boði endurgjaldslaust. Meðal dagskrárliða má nefna heilsufarsmælingar, fyrirlestur Röggu nagla og fyrirlestur um skóbúnað. Eru allir hvattir til að mæta og taka þátt í því sem í boði er. Frítt verður í þrek, sund og íþróttatíma í sal íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi alla dagana. Veglega dagskrá heilsudaganna má sjá hér.



Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir