Ljósmyndavefur

Leikskólinn Ársalir öðlast sjálfstæði í SMT skólafærni

Það var hátíðarstund á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki fimmtudaginn 17. september þegar SMT-fáninn var dreginn að húni í tilefni þess að skólinn öðlaðist sjálfstæði í svokallaðri SMT skólafærni. Við tilefnið voru sungin lög, börn sýndu leikþátt til að útskýra út á hvað SMT skólafærni gengur og boðið var upp á hressingu.
Meira

Réttarstörf í blíðskaparveðri

Laugardaginn 12. september var réttað í Holtsrétt í Fljótum, auk fjölda annarra rétta á Norðurlandi vestra. Réttarstörfin fóru fram í blíðskaparveðri og var ekki annað séð en gagnamenn og réttargestir kynnu vel að meta þennan sumarauka.
Meira

Snjólaug er Skyttan 2015

Laugardaginn 12. september var Kvennamótið Skyttan haldið á Blönduósi í blíðskapar veðri og frábærum félagsskap. Átta konur frá Akureyri, Hafnarfirði, Reykjavík og Blönduósi mættu til leiks og háðu keppni um Nýliðann 2015 og Skyttuna 2015.
Meira

Víðidalstungurétt og Hamarsrétt í myndum

Blíðskaparveður var síðastliðinn laugardag þegar réttað var víða um landshlutann. Meðfylgjandi myndir tók Anna Scheving í Víðidalstungurétt og Hamarsrétt á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra, eins og myndirnar bera með sér var bjart yfir mönnum og skepnum þennan fallega dag.
Meira

Stór réttahelgi framundan

Ein af stærstu réttahelgum ársins er framundan. Líkt og um síðustu helgi verða víða réttir á Norðurlandi vestra. Eftirfarandi upplýsingar eru af lista sem Feykir tók saman, samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélögunum:
Meira

Réttarstörf gengu greiðlega

Gunnar Rögnvaldsson sendi Feyki þessa myndasyrpu úr göngum og réttum á Skaga. Við leyfum okkur að vitna í skemmtilega fésbókarfærslu Gunnars: „Gangnamenn í útheiði hittust heldur seinna en venjulega á Hraunsselinu gangnadagsmorgunn og stóð á endum að úrfelli næturinnar var þess vegna að mestu liði hjá.“
Meira

Skagfirðingar í belgingi í Borgarnesi

Árlegt golfmót brottfluttra Skagfirðinga fór fram í Borgarnesi á dögunum. Þrátt fyrir norðaustan belging var þátttakan með allra besta móti, um 90 keppendur og þar af um þriðjungur sem kom að norðan til að hitta gamla kunningja og etja kappi við þá.
Meira

Hólahátíð í blíðskaparveðri

Hin árlega Hólahátíð var um síðustu helgi. Meðal dagskrárliða var hátíðarmessa þar sem sr. Halla Rut Stefánsdóttir var vígð til prestembættis í Hofsós-og Hólaprestakalli. Blaðamaður Feykis var viðstaddur og smellti af nokk...
Meira

Svipmyndir frá Skagganum

Bæjarhátíðin Skagginn var haldin í fyrsta sinn á Skagaströnd um síðustu helgi. Innihélt hún fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Blaðamaður Feykis skrapp á Skagaströnd eftir hádegi á laugardaginn og að s...
Meira

Gæran fer af stað í góðri stemningu

Tónlistarhátíðin Gæran fór vel af stað í gærkvöldi en hún hófst með sólóistakvöldi í Mælifelli á Sauðárkróki. Góð stemning var í húsinu og tók salurinn vel undir með tónlistarfólkinu. Það voru heimamennirnir góð...
Meira