Hlíðarrétt í myndum
Réttað var í Hlíðarrétt í Vesturdal í Skagafirði síðastliðinn sunnudag og tóku ungir sem aldnir þátt í réttarstörfum í góðu veðri. Sjálf réttin er falleg grjóthlaðin rétt, byggð árið 1913 af ábúendum þeirra jarða sem eiga upprekstur á Hofsafrétt, samkvæmt þriðja bindi Byggðasögu Skagafjarðar.
„Hún er aðalrétt og skilarétt Hofsafréttarmanna og þangað var í göngum smalað fé af öllu svæðinu milli Hofsár og Jökulsár. Þar var féð af Hofsbæjunum dregið úr og afgangurinn rekinn til Hlíðarréttar. Á síðustu áratugum hefur verið notuð önnur rétt á Hofi, sunnan og neðan við bæinn,“ segir um hana í Byggðasögunni.
Stefanía Fjóla Finnbogadóttir tók þessar skemmtilegu myndir af réttarstörfum sl. sunnudag og sendi Feyki og þökkum við henni vel fyrir.
Feykir hvetur lesendur til að senda myndir við ýmis tilefni, til birtingar í blaðinu eða á vefnum. Hægt er að senda þær á netfangið feykir@feykir.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.