Ljósmyndavefur

Ari og Alladin fengu góðar viðtökur

Á sunnudaginn var haldin í Miðgarði söngskemmtun sem bara yfirskriftina „Frá Ara til Aladdin – barnalög fyrir alla fjölskylduna.“ Þar komu fram ýmsir skagfirskir söngvarar og sungu vinsæl barnalög frá ýmsum tímum, við góðar undirtektir rúmlega 250 gesta á ýmsum aldri.
Meira

Heimismenn hafa aldrei verið fleiri

Meðlimir Karlakórsins Heimis hafa aldrei verið fleiri en þeir eru nú, 80 talsins að meðtöldum Stefáni R. Gíslasyni stjórnanda kórsins og Thomasi R. Higgerson undirleikara. Í haust eru nýir meðlimir kórsins 21, hluti af þeim er að koma aftur eftir hlé en aðrir ungir menn að syngja með kórnum í fyrsta sinn. „Við erum hreinlega rígmontnir af þessu. Þetta sýnir að það er gróska í þessu hjá okkur,“ sagði Gísli Árnason formaður kórsins í samtali við Feyki.
Meira

Ástin er diskó – Lífið er pönk

Í gærkvöldi frumsýndi Leikfélag NFNV Ástin er diskó – Lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason, í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar. Leikritið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2008 en það fjallar, eins og nafnið bendir til, um hina ólíku heima tísku, tónlistar og lífsstíls þeirra sem aðhylltust diskó annars vegar og pönk hinsvegar.
Meira

Messuheimsókn úr Húnaþingi vestra

Góðir gestir heimsóttu Sauðárkrókskirkju þegar messað var þar síðastliðinn sunnudag. Sr. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, predikaði og sr. Sigríður Gunnarsdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki, þjónaði fyrir altari.
Meira

Góður árangur 9. flokks drengja í Tindastóli

Nú um helgina fór fram á Sauðárkróki körfubolta-turnering í B-riðli hjá 9. flokki drengja. Fimm lið tóku þátt en það voru lið Breiðabliks, Njarðvíkur, Skallagríms, Tindastóls og Vals. Lið Tindastóls hafði nýverið unnið sig upp um riðil og er óhætt að segja að drengirnir hafi komið skemmtilega á óvart og náðu skínandi árangri, enduðu í öðru sæti riðilsins.
Meira

Frá útgáfuhátíð vegna útkomu 36. bindis Skagfirðingabókar

Laugardaginn 7. nóvember stóð Sögufélag Skagfirðinga fyrir útgáfuhátíð og kynningu í tilefni af útkomu nýrrar Skagfirðingabókar fyrir árið 2015 en bókin er sú 36. í röðinni. Kynningin fór fram á Kaffi Króki á Sauðárkróki og var ágæt mæting. Hjalti Pálsson frá Hofi, formaður félagsins, kynnti innihald bókarinnar en síðan fluttu feðgarnir Brynjar Pálsson og Páll Brynjarsson smá tölu um umfjöllunarefni höfuðkafla bókarinnar, Króksarana frá Jótlandi, apótekarahjónin Minnu og Ole Bang, en þann kafla ritaði Sölvi Sveinsson sem var fjarri góðu gamni að þessu sinni.
Meira

Haförn á flugi í Húnaþingi

Þessi haförn varð á vegi blaðamanns Feykis á dögunum á ferð um Miðfjörð í Húnaþingi vestra. Hann lét eftirför blaðamanns ekki trufla sig, gaut augunum annað slagið aftur, en hélt áfram flugi sínu inn fjörðinn þar til hann hvarf inn í þokuna. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrustofu Vesturlands er um að ræða fullorðinn fugl en undanfarin ár hafa þrjú arnarpör orpið við Húnaflóa. „Vonandi fjölgar þeim og varpútbreiðslan færist áfram til austurs,“ segir Róbert Arnar Stefánsson forstöðumaður Náttúrustofunnar.
Meira

Myndir frá afhendingu veglegrar peningagjafar til HSN á Sauðárkróki

Á Árskóladaginn, 24. október sl., stóðu nemendur og starfsfólk Árskóla fyrir opnu húsi í skólanum. Sýndur var afrakstur þemadaga, nemendur seldu einnig ýmsar vörur sem þeir höfðu útbúið og seldu kaffi og meðlæti í kaffihúsi. Fjöldi manns lagði leið sína í skólann þennan dag og heppnaðist dagurinn afar vel. Alls söfnuðust kr. 435.003,- og var söfnunarféð afhent í íþróttahúsinu föstudaginn 30. október.
Meira

„Víðidalstungubók“ komin heim

Flateyjarbók er nú að koma út á norsku í fyrsta skipti. Er útgáfan afar vegleg og hefur enda hlotið fádæma góðar undirtektir meðal Norðmanna. Það var stórbóndinn Jón Hákonarson í Víðidalstungu sem upphaflega lét gera bókina og kostaði hana, en skrifarar hennar voru prestarnir Magnús Þórhallsson og Jón Þórðarson.
Meira

Fljót er nóttin dag að deyfa

Hvert sæti var skipað á Hótelinu í Varmahlíð er á dögunum var haldin gleðisamkoma til að fagna útkomu ljóðabókarinnar „Fljót er nóttin dag að deyfa“ sem Bókaútgáfan Veröld gefur út og hefur að geyma úrval kveðskapar eftir hagyrðinginn og hestamanninn Sigurð Óskarson í Krossanesi.
Meira