Snjólaug er Skyttan 2015

Laugardaginn 12. september var Kvennamótið Skyttan haldið á Blönduósi í blíðskapar veðri og frábærum félagsskap. Átta konur frá Akureyri, Hafnarfirði, Reykjavík og Blönduósi mættu til leiks og háðu keppni um Nýliðann 2015 og Skyttuna 2015.
Fimm konur voru skráðar í nýliðaflokkinn og var keppnin spennandi allt til loka umferðar en það fór svo að Bjarnþóra María Pálsdóttir frá Skotfélaginu Markviss hafði sigur úr býtum.
En úrslitin urðu eftirfarandi:
- Bjarnþóra María Pálsdóttir MAV
- Ingibörg Andrea Bergþórsdóttir Skotreyn
- Guðlaug Sigurðardóttir SÍH
- Ragnheiður Kr Guðmundsdóttir SA
- Rósa Björg Ólafsdóttir SA
Einnig mæta konur sem að hafa keppt á mótum á vegum Skotíþróttasambandsins og keppa um titilinn Skyttan 2015, en einungis þrjár konur mættu til leiks í ár og fór svo eftir harða baráttu að Snjólaug M. Jónsdóttir einnig úr Skotfélaginu Markviss hafði sigur á síðasta pallinum í síðustu umferðinni en einungis 2 stig skildu að efstu tvö sætin. Og urðu úrslitin eftirfarandi:
- Snjólaug M Jónsdóttir MAV
- Helga Jóhannsdóttir SÍH
- Guðbjörg Konráðsdóttir SÍH
Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokk fyrir sig og fengu sigurvegarar farandbikar til varðveislu í eitt ár ásamt eignabikar. En það fór enginn tómhentur heim og var glaðningur fyrir alla í formi gjafabréfa og gjafakarfa frá ýmsum fyrirtækum í heimabyggð og á höfuðborgarsvæðinu. En við gátum heldur ekki verið þekkt fyrir það að einhver færi svangur heim og var slegið upp heljarinnar villibráðaveislu að dagskrá lokinni. Mótið verður haldið að ári aftur og mun það þá verða sunnan heiða en endanleg staðsetning á eftir að koma í ljós.
/fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.