Stór réttahelgi framundan
Ein af stærstu réttahelgum ársins er framundan. Líkt og um síðustu helgi verða víða réttir á Norðurlandi vestra. Eftirfarandi upplýsingar eru af lista sem Feykir tók saman, samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélögunum:
Í Húnaþingi vestra verður réttað í Valdarásrétt á morgun, föstudag kl. 9:00. Þá verður réttað í Þverárrétt í Vesturhópi og í Hamarsrétt á Vatnsnesi á laugardaginn. Einnig verður réttað í Víðdalstungurétt á laugardaginn og hefjast réttarstörf þar kl. 10:00.
Í Austur-Húnavatnssýslu verður réttað í Auðkúlurétt við Svínavatn á laugardaginn og hefjast réttarstörf kl. 8:00. Sömuleiðis verður réttað í Stafnsrétt en þar hefjast réttarstörf kl. 8:30. Réttað verður í Sveinsstaðarétt á sunnudaginn og hefjast réttarstörf þar kl. 10:00. Í Undirfellsrétt í Vatnsdal verður réttað á föstudaginn kl. 12:00 og á laugardaginn kl. 9:00.
Í Skagafirði var réttað í Hraunrétt í Fljótum í dag, fimmtudag og Stíflurétt í Fljótum á morgun, föstudag. Réttað verður í Skálárrétt í Hrollleifsdal og Deildardalsrétt. á laugardag, sem og Holtsrétt og Flókadalsrétt í Fljótum. Þá verða fjárréttir í Laufskálarétt á sunnudaginn og einnig Mælifellsrétt.
Feykir hvetur lesendur til að senda myndir úr réttum, til birtingar í blaðinu eða á vefnum. Hægt er að senda þær á netfangið feykir@feykir.is og nauðsynlegt að fram komi úr hvaða réttum myndirnar eru og hver myndatökumaður er.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.