Karlakórinn Heimir söng fyrir fullri Langholtskirkju
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning, Lokað efni
07.04.2025
kl. 13.24

Langholtskirkja er sannarlega fallegt tónleikahús og á laugardag var hvert sæti setið. MYNDIR: BJÖRN JÓHANN
Heimismenn hafa verið á faraldsfæti að undanförnu og héldu austur á land í marsmánuði og nú um liðna helgi héldu þeir tvenna tónleika á stórhöfuðborgarsvæðinu, þá seinni í Langholtskirkju sem rúmar um 400 manns. Það er Skagfirðingurinn Jón Þorsteinn Reynisson sem stjórnar kórnum. „Frábærir tónleikar í Langholtskirkju, hvert sæti skipað og fullt hús! Kórinn þéttur, samhentur og mjúkur í senn,“ segir Króksarinn Björn Jóhann Björnsson í færslu á Facebook.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.