Ljósmyndavefur

„Víðidalstungubók“ komin heim

Flateyjarbók er nú að koma út á norsku í fyrsta skipti. Er útgáfan afar vegleg og hefur enda hlotið fádæma góðar undirtektir meðal Norðmanna. Það var stórbóndinn Jón Hákonarson í Víðidalstungu sem upphaflega lét gera bókina og kostaði hana, en skrifarar hennar voru prestarnir Magnús Þórhallsson og Jón Þórðarson.
Meira

Fljót er nóttin dag að deyfa

Hvert sæti var skipað á Hótelinu í Varmahlíð er á dögunum var haldin gleðisamkoma til að fagna útkomu ljóðabókarinnar „Fljót er nóttin dag að deyfa“ sem Bókaútgáfan Veröld gefur út og hefur að geyma úrval kveðskapar eftir hagyrðinginn og hestamanninn Sigurð Óskarson í Krossanesi.
Meira

Safnahús Skagfirðinga opnað eftir endurbætur

Safnahús Skagfirðinga opnað eftir endurbætur
Meira

Vetur konungur heilsar

Segja má að vetur konungur hafi verið stundvís þetta árið því víðast hvar á Norðurlandi vestra gerði hann hressilega vart við sig í kringum fyrsta vetrardag. Veður hefur þó verið fremur stillt og fallegt, þrátt fyrir kuldann.
Meira

Skólastarfið brotið upp með þemadögum

Dagana 21. – 23. október voru þemadagar í Árskóla á Sauðárkróki. Þemað að þessu sinni tileinkað starfi skólans, nýjungum í kennsluháttum, hefðum, viðburðadögum, árshátíðum o.fl. Þemadögum lauk svo með sýningu og opnu húsi í skólanum sl. laugardag.
Meira

Atvinnuþróun og byggðamál í forgrunni

Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, var haldinn í félagsheimilinu á Blönduósi á föstudaginn í síðustu viku. Þingið sátu kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna sjö á svæðinu, ásamt starfsmönnum SSNV, þingmönnum og fleiri gestum, alls um 40 manns. Blaðamaður Feykis var á staðnum og fylgdist með þingstörfum.
Meira

Lúðarnir fóru á kostum

Fjöldi Skagfirðinga og nærsveitamanna gerði sér glaðan dag síðastliðinn föstudagskvöld og mætti á skemmtikvöldið Lúðar og létt tónlist í Miðgarði. Þar fóru á kostum valinkunnar kempur í tónlist og uppistandi, Hvanndalsbræður, Gísli Einarsson og Sólmundur Hólm.
Meira

Sýningar Kardemommubæjar fara vel af stað

Það var hátíð í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki sl. laugardag þegar Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi fyrir fullu húsi hið sívinsæla barnaleikriti eftir Thorbjørn Egner, Kardimommubæ. Leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Meira

Kasper og Jesper og Jónatan komast í hann krappann í Kardemommubæ

Nú á laugardaginn frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks barnaleikritið Kardemommubæinn eftir Thorbjörn Egner en það er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir sem leikstýrir. Það ætti engum að þurfa að leiðast á sýningum LS, enda allt fullt af bæði skraulegum dýrum og mis vel gerðu mannfólki á sviðinu við leik og söng í Kardemommumbæ.
Meira

Stór hópur frá Fisk Seafood heimsótti Barcelona

Upp úr miðjum september, nánar tiltekið dagana 18.–23. september, fór 70 manna hópur á vegum Starfsmannafélags Fisk Seafood í skemmti- og skoðunarferð til Barcelona á Spáni. Tókst ferðin í alla staði vel og komu starfsmennirnir og makar þeirra endurnærðir til baka.
Meira