Ljósmyndavefur

Stórkostlegt sjónarspil í háloftunum

Þau voru ótrúlega falleg norðurljósin sem blöstu við íbúum Norðurlands vestra í vikunni, eins og meðfylgjandi myndir frá Blönduósi, Lýtingsstöðum í Skagafirði, Skagaströnd og Víðidalstungu bera með sér. En Norðurljósin sáust með afbrigðum vel.
Meira

Nemendur Árskóla dansa af lífi og sál

Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla lauk um hádegisbil í gær en þá höfðu ungmennin dansað sleitulaust í 26 klukkutíma. Sérstök danssýning var í íþróttahúsinu á miðvikudag en þar dönsuðu allir nemendur Árskóla undir stjórn snillingsins Loga danskennara.
Meira

Stemningsmyndir frá stóðréttum í Víðidal

Um helgina var mikil stemning í einni stærstu stóðrétt landsins, í Víðidal í Húnaþingi vestra. Á föstudeginum kom stóðið af Víðidalstunguheiði og því smalað til byggða þar sem mikill fjöldi fólks sem fylgir því jafnan síðasta spölinn til réttar.
Meira

Fullt út úr dyrum á Kaffi Króki á útgáfuhátíð Sögufélags Skagfirðinga

Í dag fór fram á Kaffi Króki útgáfuhátíð og kynning vegna nýrrar bókar Sölva Sveinssonar, Dagar handan við dægrin, en það er Sögufélag Skagfirðinga sem gefur bókina út. Fullt var út úr dyrum og frábær stemning.
Meira

Himneskt ofurópal

Eftir frekar lúalegt sumar fengum við Norðlendingar ágætan september-mánuð. Nú síðustu vikuna, og kannski rétt rúmlega það, hefur haustið þó hrifsað frá okkur ylinn og sætan sumarilminn og sett í þeytivinduna. Rok, rigning og lækkandi hitastig er það sem skömmustulegir veðurfræðingar bjóða upp á og einhverstaðar rétt handan við hornið bíður veturinn.
Meira

Nýr keppnisvöllur vígður á Hólum - Myndir

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að Hólum í Hjaltadal í góðu veðri sl. laugardag, að lokinni Laufsskálarétt, til að bera augum þær framkvæmdir sem þar hafa farið fram í tengslum við Landsmót hestamanna sumarið 2016 og fyrir Háskólann á Hólum.
Meira

Hestar og menn í Laufskálarétt

Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði, sem gjarnan er nefnd drottning stóðréttanna, fór fram í góðu veðri í gær. Gestir réttarinnar telja jafnan margfaldan hrossafjöldann, engin undantekning var þar á þetta árið og sem fyrr var gleðin við völd.
Meira

Laufskálarétt og boðið heim að Hólum

Það er heilmikið um að vera í kringum Laufskálarétt fyrir hestaunnendur en þétt dagskrá alla helgina. Það má segja Laufskálaréttarhelgin sé sannkölluð hátíð hestamanna þar sem fólk hvaðanæva af landinu koma til að fylgjast með réttarstörfum og samgleðjast.
Meira

Hlíðarrétt í myndum

Réttað var í Hlíðarrétt í Vesturdal í Skagafirði síðastliðinn sunnudag og tóku ungir sem aldnir þátt í réttarstörfum í góðu veðri. Sjálf réttin er falleg grjóthlaðin rétt, byggð árið 1913 af ábúendum þeirra jarða sem eiga upprekstur á Hofsafrétt, samkvæmt Byggðasögu Skagafjarðar.
Meira

Ný brú komin yfir Vatnsdalsá

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar hefur brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar nú lokið við að byggja bráðbirgðabrú yfir Vatnsdalsá við Grímstungu en um er að ræða 45 m langa stálbitabrú. Gamla brúin féll undan efnisflutningabíl í síðasta mánuði.
Meira