Gleðiganga Árskóla í myndum
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
01.06.2016
kl. 16.05
Það er óhætt að segja að gleðin hafi verið við völd þegar árviss Gleðiganga Árskóla á Sauðárkróki fór fram í blíðaskaparveðri í gærmorgun. Lítríkir nemendur og starfsfólk fylktu liði frá skólanum að túninu við HSN á Sauðárkróki þar sem þeir brugðu á leik, sungu og dönsuðu við áhorf heimilis- og starfsfólk stofnunarinnar, áður en þau héldu áfram leið sinni niður í bæ. Gleðigangan endaði svo með grillveislu við Árskóla.
Meira