Ljósmyndavefur

Anna Þóra sýnir Vinjar

Á sunnudaginn var opnuð árleg sumarsýning í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, að viðstöddu fjölmenni. Að þessu sinni er það Anna Þóra Karlsdóttir úr Reykjavík sem sýnir í safninu.
Meira

Haugsuga notuð við slökkvistarf á jarðýtu

Eldur kviknaði í jarðýtu skammt frá bænum Viðvík í Skagafirði, þar sem hún var að vinna við nýrækt. Tilkynning um brunann barst til Brunavarna Skagafjarðar um kl. 18:30. Að sögn Vernharðs Guðnasonar slökkvistjóra var erfitt að komast að ýtunni og naut slökkviliðið aðstoðar bænda við slökkvistarfið.
Meira

Bílalest á 20 ára afmæli Vörumiðlunar - myndir

Flutningafyrirtækið Vörumiðlun á Sauðárkróki bauð til afmælisgleði í tilefni af 20 ára afmæli sínu um síðustu helgi. Opið hús var hjá fyrirtækinu auk þess sem bílar Vörumiðlunar, um 35 tæki óku frá Blönduósi yfir Vatnsskarð um Varmahlíð og Sauðárkrók og voru svo til sýnis á útisvæði á Eyrinni.
Meira

Um 400 manns sáu Mamma mia á Skagaströnd

Nemendur í leiklistarvali í 8.-10.bekk í Höfðaskóla á Skagaströnd settu á dögunum upp söngleikinn Mamma mia í leikstjórn Ástrósar Elísdóttur. Sýningin, sem var ríflega klukkustundar löng, byggir á sama handriti og sú sem nú nýtur mikilla vinsælda á fjölum Borgarleikhússins. Er þar um að ræða glænýja og frábæra þýðingu Þórarins Eldjárn.
Meira

Framreiddu krásir af stakri snilld

Miðvikudaginn 20.apríl héldu nemendur 10.bekkjar á Skagaströnd matarkvöld á veitingastaðnum Borgin mín. Matseðill kvöldsins hljómaði á þann veg að í forrétt voru sítrónumarineraðir sjávarréttir með grænmeti, aðalrétturinn var lambalæri með fjölbreyttu rótargrænmeti og sósu og í eftirrétt var ostakaka.
Meira

Ófá handtökin við endurnýjað og glæsilegt húsnæði

Á fimmtudag í síðustu viku fór fram formleg opnun Iðju við Sæmundarhlíð. Fjölmargir komu til að skoða nýuppgert húsnæðið, sem áður hýsti Leikskólann Furukot, og samglöddust með starfsfólki og skjólstæðingum Iðju.
Meira

Sæluvikustemning í Síkinu á Árið er – Lögin sem lifa

Það var vel lagt í stórviðburð Sæluvikunnar að þessu sinni en Viðburðaríkt, með Áskel Heiðar og Sigurlaugu Vordísi í fararbroddi, stóð fyrir uppsetningu á tónlistarveislunni Árið er – Lögin sem lifa í íþróttahúsinu á Sauðárkróki nú á föstudagskvöldið. Í boði var fjölbreyttur skammtur af vel þekktum dægurlögum frá síðustu fjórum áratugum og voru söngvarar í miklu stuði, umgjörðin stórkostleg og sannkölluð Sæluvikustemning ríkti í Síkinu.
Meira

Kíkt upp í 22 metra hæð í körfubíl

Viðbragðsaðilar í Skagafirði voru með kynningu og sýningu á tækjabúnaði sínum á bílastæðinu við Skagfirðingabúð í dag. Þar var meðal annars hægt að kíkja upp í 22 metra hæð með þar til gerðum körfubíl.
Meira

Sara Íslandsmeistari í ísbaði

Íslandsmeistaramót í ísbaði fór fram við sundlaug Sauðárkróks í gær. Það var Sara Jóna Emilía sem sigraði eftir harða baráttu við Benedikt S. Lafleur. Sara sat í ískarinu í 13:13 mínútur í vatni sem var við frostmark og ís í karinu að auki.
Meira

„Ýmsar sögur segja má af Sæluvikum góðum“ - Sæluvika Skagfirðinga er hafin

Sæluvika Skagfirðinga var sett í blíðaskaparveðri í gær en athöfnin fór fram í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Þá var opnuð glæsileg myndlistarsýning Hallrúnar Ásgrímsdóttur, tilkynnt úrslit í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga og opinberað hver hlyti fyrstu Samfélagsverðlaun Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem afhent verða í Sæluviku ár hvert framvegis. Nemendur úr Tónlistarskóla Skagafjarðar léku nokkur lög á milli ávarpa.
Meira