Lúðarnir fóru á kostum

Hvanndalsbræður, Gísli Einars og Sóli Hólm fóru á kostum í Miðgarði um síðustu helgi. Myndir: KSE
Hvanndalsbræður, Gísli Einars og Sóli Hólm fóru á kostum í Miðgarði um síðustu helgi. Myndir: KSE

Fjöldi Skagfirðinga og nærsveitamanna gerði sér glaðan dag síðastliðinn föstudagskvöld og mætti á skemmtikvöldið Lúðar og létt tónlist í Miðgarði. Þar fóru á kostum valinkunnar kempur í tónlist og uppistandi, Hvanndalsbræður, Gísli Einarsson og Sólmundur Hólm.

Reittu þeir af sér brandara hver um annan þveran, áhorfendum til ómældrar ánægju. Fór Sóli meðal annars á kostum þegar hann hermdi eftir Pálma Gunnarssyni og Gylfa Ægissyni. Þá sýndi Gísli á sér nýja hlið með lúðrablæstri og söng. Óhætt er að segja að úr þessu hafi orðið hin besta skemmtun. 

Blaðamaður Feykis brunaði í Miðgarð og smellti af meðfylgjandi myndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir