Sýningar Kardemommubæjar fara vel af stað

Leikhóp Kardemommubæjar var ákaft fagnað að lokinni frumsýningu í Bifröst. Ljósm./BÞ
Leikhóp Kardemommubæjar var ákaft fagnað að lokinni frumsýningu í Bifröst. Ljósm./BÞ

Það var hátíð í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki sl. laugardag þegar Leikfélag Sauðárkróks  frumsýndi fyrir fullu húsi hið sívinsæla barnaleikriti eftir Thorbjørn Egner, Kardimommubæ. Leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.  

Eftirvæntingin leyndi sér ekki þegar blaðamaður leit baksviðs skömmu fyrir sýningu, hinn stóri hópur sem kemur að sýningunni var fullur af gleði og taugatitringi í bland. Þegar kom að því að draga frá leiktjöldin small allt eins og í sögu - söngur, dans og gamanleikur skemmtu áhorfendum, stórum og smáum, frá upphafi til enda.  Það er svo sannarlega gaman að heimsækja Kardimommubæ. Hér má sjá leikdóm Gudrunar Kloes sem ritaði nokkur orð um uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks. 

Uppselt tvær á sýningar Kardemommubæjar

Fimm sýningar eru eftir en samkvæmt vef leikfélagsins er uppselt á 4. og 5. sýningu.

Sýningar eru sem hér segir:

  • 4. sýning föstudaginn 23. okt. kl. 18:00 (uppselt)
  • 5. sýning laugardaginn 24. okt. kl. 16:00 (uppselt)
  • 6. sýning sunnudaginn 25. okt. kl. 14:00
  • 7. sýning þriðjudaginn 27. okt. kl. 18:00
  • Lokasýning miðvikudaginn 28. okt. kl. 18:00

Miðasala er í síma 849 9434 og einnig í Bifröst 30 mínútum fyrir sýningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir