Kasper og Jesper og Jónatan komast í hann krappann í Kardemommubæ
Nú á laugardaginn frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks barnaleikritið Kardemommubæinn eftir Thorbjörn Egner en það er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir sem leikstýrir. Það ætti engum að þurfa að leiðast á sýningum LS, enda allt fullt af bæði skraulegum dýrum og mis vel gerðu mannfólki á sviðinu við leik og söng í Kardemommumbæ.
Í kynningu formanns LS, Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur, í leikskrá segir: Í Kardemommubæ lifa allir í sátt og samlyndi, nema ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan sem búa fyrir utan bæinn með ljónið sitt. Einn daginn uppgötva þeir að gott væri að hafa kvenmann í húsverkin. Þá gera þeir þau afdrifaríku mistök að ræna Soffíu frænku, sem ákveður að koma hirðu og skikki á þessa lúða. Skömmu síðar er þeim stungið í steininn, en eftir hetjudáðir þegar kviknar í bænum, eru þeir teknir í sátt.
Sýningarplan er eftirfarandi:
Frumsýning laugardaginn 17. okt. kl. 16:00
2. sýning sunnudaginn 18. okt. kl. 14:00
3. sýning miðvikudaginn 21. okt. kl. 18:00
4. sýning föstudaginn 23. okt. kl. 18:00
5. sýning laugardaginn 24. okt. kl. 16:00
6. sýning sunnudaginn 25. okt. kl. 14:00
7. sýning þriðjudaginn 27. okt. kl. 18:00
Lokasýning miðvikudaginn 28. okt. kl. 18:00
Miðasala er í síma 849 9434 og einnig í Bifröst 30 mínútum fyrir sýningar.
Hér með fréttinni er myndasyrpa sem Gunnhildur Gísladóttir ljósmyndari tók af æfingu á Kardemommubænum nú um miðja vikuna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.