Kasper og Jesper og Jónatan komast í hann krappann í Kardemommubæ

Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan eru leiknir af fúlskeggjuðum Hauki Skúla, Palla Friðriks og Vigni Kjartans.
Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan eru leiknir af fúlskeggjuðum Hauki Skúla, Palla Friðriks og Vigni Kjartans.

Nú á laugardaginn frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks barnaleikritið Kardemommubæinn eftir Thorbjörn Egner en það er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir sem leikstýrir. Það ætti engum að þurfa að leiðast á sýningum LS, enda allt fullt af bæði skraulegum dýrum og mis vel gerðu mannfólki á sviðinu við leik og söng í Kardemommumbæ.

Í kynningu formanns LS, Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur, í leikskrá segir: Í Kardemommubæ lifa allir í sátt og samlyndi, nema ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan sem búa fyrir utan bæinn með ljónið sitt. Einn daginn uppgötva þeir að gott væri að hafa kvenmann í húsverkin. Þá gera þeir þau afdrifaríku mistök að ræna Soffíu frænku, sem ákveður að koma hirðu og skikki á þessa lúða. Skömmu síðar er þeim stungið í steininn, en eftir hetjudáðir þegar kviknar í bænum, eru þeir teknir í sátt.

Sýningarplan er eftirfarandi:

Frumsýning laugardaginn 17. okt. kl. 16:00
2. sýning sunnudaginn 18. okt. kl. 14:00
3. sýning miðvikudaginn 21. okt. kl. 18:00
4. sýning föstudaginn 23. okt. kl. 18:00
5. sýning laugardaginn 24. okt. kl. 16:00
6. sýning sunnudaginn 25. okt. kl. 14:00
7. sýning þriðjudaginn 27. okt. kl. 18:00
Lokasýning miðvikudaginn 28. okt. kl. 18:00

Miðasala er í síma 849 9434 og einnig í Bifröst 30 mínútum fyrir sýningar.

Hér með fréttinni er myndasyrpa sem Gunnhildur Gísladóttir ljósmyndari tók af æfingu á Kardemommubænum nú um miðja vikuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir