Íþróttir

FISK Seafood býður áhorfendum á úrslitaleik Tindastóls og FH

Nú er það baráttan um grasið! Síðasti fótboltaleikur sumarsins á Króknum fer fram nú á föstudagskvöldið þegar Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) mætir og spilar hreinan úrslitaleik við lið Tindastóls um efsta sætið í Lengjudeildinni. Bæði liðin hafa þegar tryggt sér sæti í Bestu deildinni að ári og því engin pressa – aðeins metnaður og vilji til að krækja í titilinn. Það er því ekkert annað í stöðunni en að fjölmenna undir flóðljósin í stúkuna góðu og styðja Stólastúlkur til sigurs. FISK Seafood býður áhorfendum á völlinn þannig að þetta er bara rakið dæmi!
Meira

Frítt á leik Kormáks og Hvatar gegn föllnu liði KH

Fyrir réttu ári var mikið um dýrðir í Húnaþingi, þegar sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar tryggði sér í fyrsta sinn sæti í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Römm blanda heimamanna og erlendra lykilmanna reyndist rétt í þriðju tilraun, en árin tvö á undan höfðu Húnvetningar farið í hina snúnu úrslitakeppni 4. deildar án þess að ná alla leið.
Meira

Sigríður Garðarsdóttir stóð uppi sem sigurvegari

Meistaramót GSS í holukeppni lauk nú í lok sumars og var það Sigríður Garðarsdóttir sigraði að lokum eftir úrslitaviðureign við Sylvíu Dögg Gunnarsdóttur. Sigga vann leikinn á 14. holu og er þar með sigurvegari Meistaramóts GSS 2022. Alls voru 22 keppendur skráðir til leiks í holukeppninni en þar er keppt í einstaklings viðureignum í útsláttarkeppni þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.
Meira

Ungir og eldri heimamenn taka slaginn með Stólunum

Á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir frá því að gengið hefur verið frá samningum við öflugan flokk ungra og sprækra heimamanna um að leika með Stólunum á komandi leiktíð. Þetta eru þeir Helgi Rafn Viggósson, Orri Már Svavarsson, Veigar Örn Svavarsson, Eyþór Lár Bárðarson, Reynir Barðdal og Axel Kárason.
Meira

Augnablik lagði lið Kormáks/Hvatar í Fífunni

Næstsíðasta umferðin í 3. deild karla í knattspyrnu fór fram í dag en þá fór Kormákur/Hvöt í Kópavoginn þar sem þeir mættu liði Augnabliks. Síðustu vikur hafa verið liði Húnvetninga erfiðar og ekki náðist í stig í dag þegar áttundi tapleikurinn í röð leit dagsins ljós en lokatölur voru 4-1 fyrir heimaliðið. Staða liðsins í fallbaráttunni batnaði þó þrátt fyrir tapið þar sem bæði lið KH og Vængir Júpiters töpuðu sínum leikjum. Lið KH féll þar með í 4. deild og átta marka sveiflu þarf til, til að Vængirnir komist upp fyrir Kormák/Hvöt á stigatöflunni.
Meira

Við ætlum okkur bikarinn

„Þetta lið er náttúrulega stórkostlegt og [stelpurnar] eiga þetta svo sannarlega skilið. Þvílík samheldni, barrátta og hrein gæði sem skila þessu hjá þeim. Stórkostleg blanda af leikmönnum og allt teymið i kringum liðið er alveg frábært.,“ sagði Donni þjálfari þegar Feykir spurði hann eftir leikinn í kvöld hvað hann gæti sagt um liðið sitt sem þá var nýbúið að endurheimta sæti sitt í efstu deildinni í kvennaknattspyrnunni.
Meira

Stólastúlkur á fljúgandi siglingu upp í Bestu deildina

Kvennalið Tindastóls sýndi fádæma öryggi í kvöld þegar þær heimsóttu lið Augnabliks á Kópavogsvöll. Það var ljóst fyrir umferðina að sigur í Kópavogi mundi tryggja Stólastúlkum sæti í Bestu deild kvenna að ári og það var hreinlega aldrei spurning hvort liðið tæki stigin í kvöld. Lið Tindastóls tók snemma völdin í leiknum og þær voru 0-4 yfir í hálfleik. Heldur hægðist á leiknum í síðari hálfleik en stelpurnar bættu við einu marki, sigruðu því 0-5 og eru í góðum gír að mæta toppliði FH á Króknum um næstu helgi – sigur tryggir Stólastúlkum efsta sætið í Lengjudeildinni.
Meira

Líf atvinnumanns í fótbolta er bæði skrítið og mikið ævintýri

Nú í leikmannaglugganum í júlí var ákveðið að styrkja lið Stólastúlkna fyrir lokaátökin í Lengjudeildinni. Rakel Sjöfn Stefánsson kom frá liði Hamranna á Akureyri en hún hafði spilað með liði Tindastóls sumarið 2020 og tvær stúlkur komu alla leið frá Ástralíu; hin 18 ára ástralska/maltneska Claudia Jamie Valetta og hin þrítuga Melissa Alison Garcia. Hún er bandarísk að uppruna, frá San Diego í Kaliforníu, en er einnig með lúxemborgskt vegabréf. Hún spilar ýmist á miðjunni eða frammi og er kraftmikill reynslubolti en hún er þegar búin að skora tvö mörk í fimm leikjum með Stólastúlkum.
Meira

Allt Tindastólsfólk á Kópavogsvöll í kvöld

Það styttist óðfluga í fótboltatímabilinu. Karlalið Tindastóls hefur lokið leik í 4. deildinni þar sem ekki náðist sá árangur sem að var stefnt. Lið Kormáks/Hvatar spilar næstsíðasta leik sinn í 3. deildinni um helgina en spennan er mest í kringum kvennalið Tindastóls sem spilar við lið Augnabliks á Kópavogsvelli í kvöld. Ef stelpurnar ná að vinna leikinn þá hafa þær tryggt sér sæti í Bestu deild kvenna að ári. Stuðningsfólk Tindastóls er því hvatt til að fjölmenna á völlinn í kvöld og styðja Stólastúlkur en leikurinn hefst kl. 19:15.
Meira

Fyrsti æfingaleikurinn í körfunni í kvöld

Ef menn þyrstir á ný í körfubolta eftir spennu og naglanögun vorsins þá geta þeir hinir sömu tekið gleði sína í kvöld. Þá kemur lið Hattar frá Egilssöðum í Síkið og spilar æfingaleik við lið Tindastóls. Leikurinn hefst kl. 19:30.
Meira