Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsíþróttum var sl. helgi í Laugardalshöll
Helgina 11.-12. febrúar fór fram Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss í Laugardalshöllinni. Skráðir voru um 300 keppendur til leiks frá 16 félögum víðs vegar af landinu og sendu UMSS, USAH og Kormákur keppendur til leiks. Níu mótsmet voru sett og átti Guðni Bent Helgason frá UMSS eitt af þeim er hann stökk 1,47m í hástökki 11 ára pilta.
UMSS sendi 19 keppendur (Amelía Ýr Samúelsdóttir (14), Aron Gabríel Samúelsson (12), Álfrún Anja Jónsdóttir (12), Bergrún Lauga Þórarinsdóttir (12), Birkir Heiðberg Jónsson (12), Efemía Ösp Rúnarsdóttir (14), Friðrik Logi Haukstein Knútsson (13), Emilía Rós Ólafardóttir (12), Guðni Bent Helgason (11), Hafþór Ingi Brynjólfsson (13), Halldór Stefánsson (14), Inga Rún Sigurðardóttir (13), Ísak Hrafn Jóhannsson (12), Ísleifur Eldur Þrastarson (13), Kolbrá Sigrún Sigurðardóttir (11), Lilja Stefánsdóttir (11), Rakel Sonja Ámundadóttir (13), Sigmar Þorri Jóhannsson (12) og Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir (14)) og náðu þau öll að bæta sig í einni eða fleiri grein. Samtals voru sett 62 persónuleg met og fjögur boðhlaups met. UMSS náði sér í fjögur gull, sjö silfur og fjögur brons.
Fyrir hönd USAH fóru sex hraustir krakkar (Adam Nökkvi Ingvarsson (14), Aron Örn Ólafsson (13), Harpa Katrín Sigurðardóttir (14), Lárey Mara V. Sigurðardóttir (12), Rúnar Snær Jónasson (11) og Valdimar Logi Guðmannsson (13). USAH náði sér í eitt gull, tvö silfur og þrjú brons.
Kormákur sendi tvo fulltrúa á mótið (Herdís Erla Elvarsdóttir (11) og Inga Lena Apel Ingadóttir (13)) og náðu þær að landa einu silfri og einu bros.
Hér fyrir neðan má sjá þá einstaklinga sem náðu sæti á palli (1.-3. sæti) frá þeim félögum sem sendu fulltrúa frá Norðurlandi vestra.
60 metra hlaup pilta – 11 ára
Guðni Bent Helgason – UMSS – 2. sæti (8,96 Pb)
400 metra hlaup pilta – 11 ára
Guðni Bent Helgason – UMSS – 2. sæti (68,86 Pb)
Hástökk pilta - 11 ára
Guðni Bent Helgason – UMSS – 1. sæti (1,47 Pb) Mótsmet!
Langstökk pilta – 11 ára
Guðni Bent Helgason – UMSS – 1. sæti (4,33 Pb)
Kúluvarp pilta – 11 ára
Guðni Bent Helgason – UMSS – 1. sæti (8,66)
Fjölþraut pilta – 11 ára
Guðni Bent Helgason – UMSS – 1. sæti (203)
60 metra hlaup pilta – 12 ára
Aron Gabríel Samúelsson – UMSS – 3. sæti (9,07 Pb)
400 metra hlaup pilta – 12 ára
Ísak Hrafn Jóhannsson – UMSS – 2. sætri (66,48 Pb)
Aron Gabríel Samúelsson – UMSS – 3. sæti (67,83 Pb)
4*200 metra boðhlaup pilta – 12 ára
Sveit UMSS – 2. sæti (2:07,39 Pb)
Fjölþraut pilta – 12 ára
Ísak Hrafn Jóhannsson – UMSS – 2. sæti (128)
60 metra hlaup pilta – 13 ára
Friðrik Logi Haukstein Knútsson – UMSS – 3. sæti (8,98 Pb)
600 metra hlaup pilta – 13 ára
Aron Örn Ólafsson – USAH – 2. sæti (1:55,06 Pb)
60 metra grind (76,2) pilta – 13 ára
Friðrik Logi Haukstein Knútsson – UMSS – 2. sæti (12,80 Pb)
Hástökk pilta - 13 ára
Hafþór Ingi Brynjólfsson – UMSS – 3. sæti (1,31 Pb)
Langstökk pilta – 13 ára
Valdimar Logi Guðmannsson – USAH – 2. sæti (4,52)
Kúluvarp pilta – 13 ára
Valdimar Logi Guðmannsson – USAH – 1. sæti (8,77)
60 metra hlaup stúlkna – 11 ára
Herdís Erla Elvarsdóttir – KORMÁKUR – 2. sæti (9,61)
400 metra hlaup stúlkna – 11 ára
Herdís Erla Elvarsdóttir – KORMÁKUR – 3. sæti (80,42)
Kúluvarp stúlkna – 12 ára
Lárey Mara V. Sigurðardóttir – USAH – 3. sæti (8,12 Pb)
60 metra hlaup stúlkna – 14 ára
Harpa Katrín Sigurðardóttir – USAH – 3. sæti (8,58)
Þrístökk stúlkna – 14 ára
Harpa Katrín Sigurðardóttir – USAH – 3. sæti (9,82 Pb)
Feykir óskar öllum þessum flottu og efnilegu krökkum til hamingju með árangurinn á mótinu. Myndir eru frá www.fri.is og af Facebook-síðum félaganna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.