Lara Margrét og Rakel Sjöfn til liðs við Stólastúlkur

Það var ekki einungis Laufey Harpa sem bættist í gær í hóp Stólastúlkna fyrir Bestu deildar sumarið því Vatnsdælingurinn Lara Margrét Jónsdóttir og Akureyringurinn Rakel Sjöfn Stefánsdóttir hafa einnig skipt yfir í Tindastól. Báðar komu þær við sögu með liði Tindastóls í Lengjudeildinni síðasta sumar.

Lara, sem er fædd árið 2001, kemur aftur í Tindastól eftir stutt stopp hjá ÍR síðari hluta tímabilsins í fyrra. Hún hefur leikið 23 leiki fyrir Tindastól í deild og bikar.

Rakel Sjöfn er fædd árið 2000. Hún kemur til Tindastóls frá Þór/KA en hún var á láni hjá Stólastúlkum síðari hluta tímabilsins í fyrra auk hálfs tímabils 2020. Hún hefur leikið 16 leiki fyrir Tindastól og skorað í þeim tvö mörk.

Það er því ljóst að lið Tindastóls er að taka á sig ágæta mynd en ljóst er að það þarf sterkan og breiðan hóp ætli Stólastúlkur að halda sæti sínu í efstu deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir