Stólastúlkur safna fyrir fótboltaferð til Spánar
Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu ætlar að halda í smá æfingaferð til Albir á Spáni um mánaðamótin mars-apríl. Nú standa þær í stórræðum við að safna fyrir ferðinni og hafa þær bæði verið að selja dagatöl og happdrættismiða. Stelpurnar verða eldhressar í anddyri Skagfirðingabúðar frá kl. 15-18 í dag og á morgun, föstudag, þar sem væntanlega verður hægt að krækja í allra síðustu happdrættismiðana en dregið verður á sunnudag og í boði er aragrúi góðra vinninga.
Happdrættismiðinn kostar 2.500 krónur og þar eru vinningar frá um 60 aðilum – meðal annars frá NiceAir, Omnom, Króksbíó, Norðursiglingu og Jarðböðunum svo eitthvað sé nú nefnt. Dagatalið fer á krónur 3.000 og er það ríkulega skreytt myndum af hetjunum okkur góðu.
Það eru átján stelpur sem halda til Spánar en auk þeirra fara tveir þjálfarar, sjúkraþjálfarar og tveir makar samkvæmt upplýsingum Feykis. Styðjum við bakið á þeim og mætum þeim hressum og kátum í Skaffó!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.