Íþróttir

Vorútsala á vellinum

Það er kannski fullsterkt í árina tekið að segja komið vor en fótboltinn er jú einn vorboðanna ljúfu. Í gær tóku Stólastúlkur á móti góðu liði Breiðabliks í Lengjubikarnum á Sauðárkróksvelli og það reyndist gestunum helst til of auðvelt að sækja stigin þrjú. Fyrri hálfleikur var ekki alslæmur hjá heimastúlkum en síðari hálfleikurinn var glataður. Lokatölur 0-8.
Meira

Blikastúlkur heimsækja Krókinn í Lengjubikarnum

Það er sturluð staðreynd að framundan er síðasta helgin í febrúar, tíminn flýgur og á morgun er fyrsti alvöru fótboltaleikurinn þetta árið á Sauðárkróksvelli. Stólastúlkur eru að undirbúa sig fyrir sumar í Bestu deildinni og taka þátt í Lengjubikarnum. Fyrstu gestir ársins á Sauðárkróksvöll eru Blikastúlkur og þar eru því engir aukvisar á ferð.
Meira

Arnar átti fínan leik gegn sterkum Spánverjum

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik lék gegn Evrópu- og Heimsmeisturum Spánar í Laugardalshöllinni í gær en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM. Spánverjarnir mættu til leiks með nokkurs konar B- lið en breiddin á Spáni er mikil og það reyndist þeim ekki mikið vandamál að leggja íslenska liðið. Lokatölur voru 61-80 en Norðlendingarnir í liði Íslands stóðu sig einna best; þeir Tryggvi Hlinason og Arnar Björnsson.
Meira

Alberto Sanchez Montilla bætist í leikmannahóp Kormáks Hvatar

„Genginn er til liðs við Kormák Hvöt Alberto Sanchez Montilla, 27 ára örvfættur miðvörður frá Andalúsíu-héraði á Spáni,“ segir á aðdáendasíðu Kormáks í fótboltanum. Þar kemur fram að Alberto sé fjall af manni og einmitt það sem liðið hafi vantað í hina hörðu baráttu 3. deildar sem er framundan.
Meira

„Það er svo gott í hjartað að vinna leik“

Þar kom loks að því að Stólastúlkur brutu ísinn og lögðu eitthvað annað lið en Breiðablik b í parket þennan veturinn. Og það var ekki eins og það væru einhverjir aukvisar sem heimsóttu Síkið í gær því um var að ræða eitt af toppliðum deildarinnar, lið Snæfells sem hefði með sigri verið í námunda við lið Þórs Akureyri og Stjörnunnar sem eru efst í 1. deild kvenna. Góður annar leikhluti kom liði Tindastóls í bílstjórasætið og lið Snæfells náði ekki vopnum sínum enda bandarískur leikmaður liðsins eitthvað illa fyrir kölluð í gær og fékk sína fimmtu villu í upphafi þriðja leikhluta. Lokatölur 76-69.
Meira

Guðmundur Guðmundsson hættur með landsliðið

HSÍ og Guðmundur Þ. Guðmundsson hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. Þetta var tilkynnt á heimasíðu sambandsins fyrr í dag. Samkomulagið er í sátt beggja aðila og ekki stendur til að tjá sig frekar um innihald þess, segir í tilkynningunni. Guðmundur hefur þjálfað íslenska landsliðið í samtals 14 ár og hefur sem þjálfari komið íslenska landsliðinu inn á 16 stórmót, þar af þrenna Ólympíuleika.
Meira

USAH sækir um að halda Landsmót UMFÍ 50+ sumarið 2024

Þrír sambandsaðilar UMFÍ sóttu um að halda Landsmót UMFÍ 50+ árið 2024, Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK), Ungmennafélagið Þróttur Vogum og Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH). Mótið fer fram í Stykkishólmi í sumar.
Meira

118 vinningar dregnir út hjá meistaraflokki kvenna

Dregið var í happdrætti meistaraflokks kvenna í fótbolta hjá Tindastóli á konudaginn. Happdrættið var liður í fjáröflun stelpnanna en þær stefna á æfingaferð til Spánar núna á vordögum til að undirbúa sig fyrir átökin í deild þeirra bestu í sumar.
Meira

Sigurgeir Þór Jónasson nýr formaður knattspyrnudeildar Hvatar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Hvatar á Blönduósi fór fram sl. föstudag, þann 17. febrúar, við góða mætingu, eftir því sem fram kemur á Facebook-síðu deildarinnar. Kosið var í stjórn knattspyrnudeildarinnar og Sigurgeir Þór Jónasson er nýr formaður.
Meira

„Það er óútskýranlega frábær stemning hérna,“ segir Taiwo Badmus

Taiwo Badmus er 29 ára gamall írskur landsliðsmaður, ættaður frá Kongó, sem hefur glatt stuðningsmenn körfuboltaliðs Tindastóls síðustu misserin. Kappinn slagar í tvo metrana en er engu að síður snöggur og fimur og jafn líklegt að sjá hann troða með tilþrifum eða skella í eina eldflaug utan 3ja stiga línunnar. Í viðtali við Feyki segist hann svo sannarlega vera spenntur fyrir því hvert lið Tindastóls getur farið undir stjórn Pavels Ermolinski.
Meira