Íþróttir

Einn sigur og eitt tap hjá 11. flokki drengja um síðustu helgi

Laugardaginn 25. febrúar mættust Tindastóll og Valur í 11. flokki drengja í Origohöllinni. Stólarnir voru alltaf skrefi á undan í fyrra hálfleik, staðan 37-43 fyrir Stólunum. Í seinni hálfleik hélt baráttan áfram en okkar strákar náðu ekki að halda haus og töpuðu leiknum 79-66.
Meira

Ungmennaflokkur karla að gera góða hluti í körfunni

Í Síkinu um helgina (föstudag og laugardag) mættust, í tveim leikjum, Tindastóll og Keflavík í Ungmennaflokki karla. Hart var barist frá byrjun og var staðan 19-17 eftir fyrsta leikhluta. Tindastólsstrákarnir komu ákveðnir til leiks í öðrum leikhluta og skelltu í lás í vörninni og keyrðu yfir gestina, staðan 43-23 fyrir Tindastól. Okkar strákar slökuðu ekkert á í seinni hálfleik og unnu að lokum með 40 stiga mun, 91-51, þar sem allir náðu að skora.
Meira

Papa Diounkou Tecagne framlengir hjá Kormáki Hvöt en Acai á förum

Kormákur Hvöt heldur áfram að þétta raðirnar og mynda lið fyrir sumarið og með mikilli ánægju tilkynnti aðdáendasíða Kormáks Hvatar á Facebook-síðu sinni að hinn sókndjarfi varnarmaður Papa Diounkou Tecagne og stjórn meistaraflokksráðs hafi náð saman um að framlengja samning hans yfir leiktíðina.
Meira

Vorútsala á vellinum

Það er kannski fullsterkt í árina tekið að segja komið vor en fótboltinn er jú einn vorboðanna ljúfu. Í gær tóku Stólastúlkur á móti góðu liði Breiðabliks í Lengjubikarnum á Sauðárkróksvelli og það reyndist gestunum helst til of auðvelt að sækja stigin þrjú. Fyrri hálfleikur var ekki alslæmur hjá heimastúlkum en síðari hálfleikurinn var glataður. Lokatölur 0-8.
Meira

Blikastúlkur heimsækja Krókinn í Lengjubikarnum

Það er sturluð staðreynd að framundan er síðasta helgin í febrúar, tíminn flýgur og á morgun er fyrsti alvöru fótboltaleikurinn þetta árið á Sauðárkróksvelli. Stólastúlkur eru að undirbúa sig fyrir sumar í Bestu deildinni og taka þátt í Lengjubikarnum. Fyrstu gestir ársins á Sauðárkróksvöll eru Blikastúlkur og þar eru því engir aukvisar á ferð.
Meira

Arnar átti fínan leik gegn sterkum Spánverjum

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik lék gegn Evrópu- og Heimsmeisturum Spánar í Laugardalshöllinni í gær en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM. Spánverjarnir mættu til leiks með nokkurs konar B- lið en breiddin á Spáni er mikil og það reyndist þeim ekki mikið vandamál að leggja íslenska liðið. Lokatölur voru 61-80 en Norðlendingarnir í liði Íslands stóðu sig einna best; þeir Tryggvi Hlinason og Arnar Björnsson.
Meira

Alberto Sanchez Montilla bætist í leikmannahóp Kormáks Hvatar

„Genginn er til liðs við Kormák Hvöt Alberto Sanchez Montilla, 27 ára örvfættur miðvörður frá Andalúsíu-héraði á Spáni,“ segir á aðdáendasíðu Kormáks í fótboltanum. Þar kemur fram að Alberto sé fjall af manni og einmitt það sem liðið hafi vantað í hina hörðu baráttu 3. deildar sem er framundan.
Meira

„Það er svo gott í hjartað að vinna leik“

Þar kom loks að því að Stólastúlkur brutu ísinn og lögðu eitthvað annað lið en Breiðablik b í parket þennan veturinn. Og það var ekki eins og það væru einhverjir aukvisar sem heimsóttu Síkið í gær því um var að ræða eitt af toppliðum deildarinnar, lið Snæfells sem hefði með sigri verið í námunda við lið Þórs Akureyri og Stjörnunnar sem eru efst í 1. deild kvenna. Góður annar leikhluti kom liði Tindastóls í bílstjórasætið og lið Snæfells náði ekki vopnum sínum enda bandarískur leikmaður liðsins eitthvað illa fyrir kölluð í gær og fékk sína fimmtu villu í upphafi þriðja leikhluta. Lokatölur 76-69.
Meira

Guðmundur Guðmundsson hættur með landsliðið

HSÍ og Guðmundur Þ. Guðmundsson hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. Þetta var tilkynnt á heimasíðu sambandsins fyrr í dag. Samkomulagið er í sátt beggja aðila og ekki stendur til að tjá sig frekar um innihald þess, segir í tilkynningunni. Guðmundur hefur þjálfað íslenska landsliðið í samtals 14 ár og hefur sem þjálfari komið íslenska landsliðinu inn á 16 stórmót, þar af þrenna Ólympíuleika.
Meira

USAH sækir um að halda Landsmót UMFÍ 50+ sumarið 2024

Þrír sambandsaðilar UMFÍ sóttu um að halda Landsmót UMFÍ 50+ árið 2024, Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK), Ungmennafélagið Þróttur Vogum og Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH). Mótið fer fram í Stykkishólmi í sumar.
Meira