Húnvetningar í toppmálum
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
25.06.2023
kl. 15.16
Keppni í 3. deild karla í knattspyrnu er geysi jöfn og skemmtileg en fimm lið eru í einum haug á toppi deildarinnar og þar á meðal lið Kormáks/Hvatar sem situr, þegar þetta er skrifað, á toppi deildinnar með 17 stig eftir níu umferðir. Húnvetningar gætu þó þurft að gefa toppsætið eftir síðar í dag þegar þrír síðustu leikir umferðarinnar verða spilaðir. Í gær sótti Kormákur/Hvöt heim þáverandi topplið deildarinnar, Árbæ, og gerði sér lítið fyrir og sigraði 1-3 þar sem Benni fór á kostum og gerði öll mörk gestanna.
Meira