Íþróttir

Mótaskrá Unglingalandsmóts UMFÍ orðin aðgengileg á netinu

Mótaskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er nú orðin aðgengileg á netinu. Þetta er skráin sem þátttakendur og gestir Unglingalandsmótsins geta haft gagn af að hafa í vasanum og símanum á meðan móti stendur.
Meira

Skagfirðingabraut lokuð að hluta um helgina og opnunartímar sundlauga

Vegna Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fer um helgina verður Skagfirðingabraut að hluta til lokuð frá Öldustíg að innkeyrslu við bílastæði Árskóla, föstudag, laugardag og sunnudag, 4.-6. ágúst, milli kl 8:00 og 18:00.
Meira

Aníka Linda gengur til liðs við Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls heldur áfram að styrkja kvennaliðið og hefur nú samið við Aníku Lindu Hjálmarsdóttur sem kemur til Tindastóls frá ÍR.
Meira

Samkomutjöldin risin á Unglingalandsmótssvæðinu

Félagar úr Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit og ungmennafélagar frá Neista á Hofsósi og Ungmennasambandi Skagafjarðar reistu á Sauðárkróki í gær tvö stærstu tjöldin sem einkenna Unglingalandsmót UMFÍ.
Meira

Stjörnusigur í hörkuleik í Garðabænum

Stjarnan og Tindastóll mættust í Bestu deild kvenna í Garðabænum í gær. Leikið var við fínar aðstæður og leikurinn hin ágætasta skemmtun þar sem bæði lið fengu urmul færa til að skora. Með sigri hefði lið Tindastóls skotist uppfyrir Garðbæinga og þar með í sjötta sæti deildarinnar en það var hins vegar heimaliðið sem nýtti færin betur og hirtu stigin sem í boði voru. Lokatölur 2-1.
Meira

Endurkomusigur hjá Kormáki/Hvöt á Hvammstanga í dag

Það virðist fátt geta stoppað lið Kormáks/Hvatar þessa dagana. Þeir voru í það minnsta á eldi á Eldi í Húnaþingi þegar þeir tóku á móti Vestmannaeyingum í liði KFS á Hvammstanga í dag. Gestirnir skutu Húnvetningum raunar skelk í bringu þegar þeir náðu forystunni snemma leiks en þegar upp var staðið þá bættu heimamenn enn stöðu sína í toppbaráttu 3. deildar og unnu góðan 3-1 sigur.
Meira

Skallar kipptu stólunum undan Stólunum

Ef það var brekka fyrir Tindastólsstrákana að færa sig upp í næstu deild fyrir ofan þá varð hún enn brattari í kvöld þegar Stólarnir gerðu sér lítið fyrir og töpuðu í Borgarnesi. Fyrir leik voru Skallagrímsmenn í áttunda sæti deildarinnar með tíu stig en lið Tindastóls í fjórða sæti með 20 stig. Það kom gestunum að litlu gagni því heimamenn unnu leikinn 2-0.
Meira

Arnar, Pétur og Þórir í lokahóp fyrir æfingamót í Ungverjalandi

Íslenska karlalandsliðið í Körfubolta er á leiðinni til Ungverjalands á æfingamót í borginni Kecskemét. Þar mun liðið leika vináttulandsleiki við Ísrael og heimamenn í Ungverjalandi. 
Meira

Keppni í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti

Keppni í kökuskreytingum hefur verið á meðal þeirra fjölmennustu síðan greinin var kynnt til sögunnar fyrir nokkrum árum. Keppendur vinna með þema í kökuskreytingum. Þemað er fjölbreytileiki þetta árið.
Meira

Áfram Tindastóll komið í hús

Í síðustu viku kom út kynningarblað knattspyrnudeildar Tindastóls, Áfram Tindastóll, en það voru starfsmenn Nýprents sem að önnuðust útgáfuna, söfnuðu efni, settu blaðið upp og prentuðu. Blaðinu hefur þegar verið dreift í hús á Sauðárkróki en einnig er hægt að nálgast það í verslunum og á völdum stöðum.
Meira