Minningarmót Evu Hrundar fór fram í blíðskaparveðri
Opið kvennamót í golfi fór fram í blíðskaparveðri á golfvellinum í Vatnahverfi við Blönduós síðastliðinn sunnudag en mótið var haldið til minningar um Evu Hrund Pétursdóttir. Í frétt á Húnahorninu segir að 28 konur hafi mætt til leiks og var keppnisfyrirkomulagið punktakeppni með forgjöf í þremur flokkum.
Í flokki -28 - 18 holur sigraði Indíana Auður Ólafsdóttir, í öðru sæti varð Sigríður Elín Þórðardóttir og því þriðja Halldóra Andrésdóttir Cuyler. Í flokki +28 - 18 holur sigraði Svanhvít Sveinsdóttir, Dagný Marín Sigmarsdóttir varð önnur og Jakobína Kristín Arnljótsdóttir varð þriðja. Í flokki +28 - 9 holur sigraði síðan Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, Jóhanna Guðrún Jónasdóttir varð önnur og Sædís Gunnarsdóttir var þriðja.
Það var Golfklúbburinn Ós á Blönduósi sem stóð að mótinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.