Íþróttir

Sofie Dall og María Dögg með Stólastúlkum

Lið Tindastóls sem spilar í Bestu deild kvenna í sumar hefur óvænt náð að styrkja hópinn en Sofie Dall Henriksen hefur gengið til liðs við Stólastúlkur. Að sögn Donna þjálfara var Sofie fyrir tilviljun að vinna á Króknum hjá Mjólkursamlaginu. „Við fengum veður af því frá yfirmanni hennar að þarna væri stelpa sem hefur áður verið að spila fótbolta.“
Meira

Njarðvík var það, heillin

Í gærkvöldi varð ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Subway-deildarinnar í körfuknattleik en þá mættust Haukar og Þór Þorlákshöfn í oddaleik. Eftir að Hafnfirðingar höfðu leitt nánast allan tímann en ekki tekist að hrista ólseiga Þórsara af sér þá fór það svo að hafnfirski mótorinn hökti á lokamínútunum meðan Þórsararnir gáfu Vincent Shahid licence to kill – eða semsagt leyfi til að klára málið – sem hann og gerði. Þar með var ljóst að Tindastóll mætir liði Njarðvíkur í undanúrslitum og Þórsarar mæta Valsmönnum.
Meira

Sjálfstraust leikmanna Tindastóls gleður Pavel hvað mest þessa dagana

Það fór ekki framhjá neinum að lið Tindastóls tryggði sér sæti í undanúrslitum Subway-deildarinn um liðna helgi. Liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Keflvíkinga í parket, vann þrjá leik meðan andstæðingarnir nældu í einn sigur. Það er gaman að fylgjast með Stólunum sem ná vel saman og stemningin í hópnum smitandi. Á bak við liðið er síðan öflugasti stuðningsmannahópur landsins og þótt víðar væri leitað. Feykir lagði örfáar spurningar fyrir þjálfara liðsins, Pavel Ermolinski.
Meira

Stólarnir tryggðu sér sæti í undanúrslitum með glæsibrag | UPPFÆRÐ FRÉTT

Lið Tindastóls gerði sér lítið fyrir í kvöld og tryggði sér sæti í undanúrslitum Subway-deildarinnar með öruggum sigri á bitlitlum Suðurnesjapiltum. Stólarnir höfðu betur í öllum leikhlutum leiksins og unnu átján stiga sigur að lokum en mest náðu strákarnir 24 stiga forystu. Það var aðeins í öðrum leikhluta sem gestirnir komust yfir en Stólarnir enduðu leikhlutann með glæsibrag og voru tíu stigum yfir í hálfleik. Lokatölur í leiknum voru 97-79.
Meira

Stórleikur í Síkinu korter yfir sex í dag

Það verður ekkert slen í boði í Síkinu í dag þegar Tindastóll og Keflavík mætast í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Stólana og með sigri í kvöld tryggja þeir sætið í fjögurra liða úrslitum. Keflvíkingar verða sennilega ekki á þeim buxunum að hleypa heimamönnum þangað fyrirhafnarlaust. Tindastólsmenn treysta á að stuðningsmenn fjölmenni og verði sem þeitta sjötti maður í Síkinu.
Meira

Stólarnir ekki í stuði í Keflavík

Stólarnir mættu til leiks í Keflavík í gær í 2-0 stöðu í einvíginu við Keflavík í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Þeir áttu því möguleika á að sópa Suðurnesjapiltunum í sumarfrí í Blue-höllinni en svo virðist sem þeir hafi skilið sópinn eftir heima í Síki því það var aldrei í spilunum að Keflvíkingar töpuðu leiknum. Þeir náðu yfirhöndinni undir lok fyrsta leikhluta og gestirnir náðu aldrei áhlaupi sem var líklegt til að snúa leiknum Stólunum í hag. Lokatölur 100-78.
Meira

Karl Helgi Jónsson úr Pílufélagi Reykjavíkur sigraði í Páskamóti PKS

Pílukastfélag Skagafjarðar stóð fyrir Páskamóti þar sem úrslitin voru spiluð á Kaffi Krók þar sem frábær stemming skapaðist og vel mætt. Alls hófu 32 aðilar keppni í aðstöðu PKS fyrr um daginn. Sigurvegari varð Karl Helgi Jónsson úr Pílufélagi Reykjavíkur en hann sigraði Arnar Geir Hjartarson í úrslitaleik.
Meira

Stólarnir töpuðu naumlega fyrir Dalvík/Reyni í Mjólkurbikarnum

Tindastóll spilaði ekki bara körfuboltaleik sl. laugardag því fótboltastrákarnir skruppu yfir Öxnadalsheiðina og mættu sameinuðu liði Dalvíkur/Reynis á Dalvíkurvelli. Leikurinn var liður í 2. umferð Mjólkurbikars KSÍ. Heimamenn spila tveimur deildum ofar en Stólarnir, eru semsagt í 2. deildinni, en þeir lentu í brasi með gestina. Lokatölur voru þó 2-1 fyrir Dalvík/Reyni og sigurganga Tindastóls í bikarnum reyndist því stutt.
Meira

Stólarnir sigldu með himinskautum á heimaslóðum

Lið Tindastóls og Keflavíkur mættust í gærkvöldi í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Stólarnir unnu fyrsta leikinn í framlengdum leik en að þessu sinni þurfti ekkert slíkt til því heimamenn sigldu með himinskautum í síðari hálfleik og kaffærðu Keflvíkinga sem sáu aldrei til sólar. Lokatölur 107-81 og lið Tindastóls komið í góða stöðu í einvíginu.
Meira

Stólarnir komu úr Keflavík með sigur í farteskinu

„Þetta voru bestu tímar, þetta voru verstu tímar ...“ segir í frægri bók. Sennilega var nú Kalli Dickens ekki með þandar taugar körfuboltaáhugafólks í huga þegar hann reit þennan texta á blað en það er pínu svona sem ástandið á okkur stuðningsmönnum Stólanna er þegar úrslitakeppnin hefst í körfunni og leikurinn í Keflavík í gærkvöldi var ágætt dæmi um. Eina mínútuna voru Stólarnir bestir og þá næstu verstir – með tilheyrandi tilfinningarússíbana þeirra sem á horfðu. Strákarnir okkar náðu hins vegar í sigurinn eftir framlengdan leik og hafa því náð í mikilvægan útivallarsigur og undirtökin í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Lokatölur 107-114 og liðin mætast öðru sinni í Síkinu nú á laugardagskvöld.
Meira