Skráning á Unglingalandsmótið á Sauðárkróki fer vel af stað

Frá Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki árið 2014. Mynd: ÓAB
Frá Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki árið 2014. Mynd: ÓAB

Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina er hafin og fer vel af stað að sögn skipuleggjenda.

Mótið er fyrir ungmenni á aldrinum 11 – 18 ára. Þátttökugjaldið er 8.900 kr. og innifalið í því er þátttaka í öllum keppnisgreinum, aðgangur að sundlaugum í Skagafirði, tjaldsvæði og viðburðum mótsins. Ungmennasamband Skagafjarðar býður sínum iðkendum frítt á mótið. Hægt er að skrá sig hér sem keppandi á mótið.

Stórir viðburðir sem þessi fara ekki fram án sjálfboðaliða og eru íbúar því hvattir að leggja sitt að mörkum. Um leið og sjálfboðaliðar leggja mótinu lið geta þeir styrkt sitt félag og deild innan þess.

Með hverri unninni klukkustund greiðir UMFÍ, upphæð sem rennur óskipt til þeirrar deildar innan þess félags sem þú velur.

Til dæmis gætir þú verið sjálfboðaliði hjá Golfklúbb Skagafjarðar á fimmtudegi og laugardegi þó að golfið verði einungis spilað á fimmtudeginum, en við myndum setja þig t.d. á laugardeginum í aðstoð í skráningartjald keppenda á Sauðárkróksvelli þar sem frjálsíþróttamótið fer fram, en tími þinn þar rennur samt til Golfklúbbsins,“ segir í skráningarforminu sem nálgast má hér.


/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir