Húnavökumótið í golfi haldið um helgina
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
12.07.2023
kl. 13.47
Húnavökumótið í golfi verður haldið um helgina, laugardaginn 15. júlí, á Vatnahverfisvelli við Blönduós.
Keppt verður í einum almennum flokki, punktakeppni með forgjöf þar sem hámarksforgjöf karla og kvenna er 36.
Ræst verður út samtímis á öllum teigum kl. 10:00 og verða nándarverðlaun veitt. Mótsgjaldið er 4000 kr. og fer skráning fram í GolfBox til kl 19:00, föstudaginn 14. júlí.
Mótið er haldið af Golfklúbbnum Ós og er í boði Borealis DATA CENTER.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.