Íþróttir

Mikið um að vera á skíðasvæði Tindastóls

„Ert þú tilbúin í stærsta skíða- og snjóbrettaviðburð Skagafjarðar frá upphafi?“ er spurt á viðburðasíðu sem stofnuð hefur verið á Facebook og er þá átt við Tindastuð 2023 sem haldið verður í þriðja skiptið, laugardaginn 25. mars. Þar er á ferðinni einstök skíða- og snjóbretta upplifun, sem engin ætti að láta framhjá sér fara.
Meira

Norðurlandsúrvalið fór sigurferð til Danmerkur

Feykir sagði frá því í lok janúar að sex knattspyrnustúlkur af Norðurlandi vestra voru valdar í Norðurlandsúrvalið sem er skipað stúlkum fæddum 2007-08. Nú um mánaðarmótin fór hópurinn í frábæra keppnisferð til Danmerkur þar sem þær spiluðu við FC Nordsjælland og Brøndby sem eru með frábært yngri flokka starf og hafa á að skipa sterkum liðum sem talin eru með þeim bestu í þessum aldursflokki í Danmörku. Norðurlandsúrvalið gerði sér lítið fyrir og vann báða leikina.
Meira

Góður sigur hjá 11. flokki karla um helgina

Það var hart barist sl. sunnudag þegar Tindastóll mætti Njarðvík í 11.flokki karla í Síkinu og það var greinilegt að hvorugt liðið ætlaði að gefa tommu eftir í leiknum og var staðan í hálfleik 38-38. Í þriðja leikhluta hélt baráttan áfram og staðan að honum loknum 54 - 52 fyrir Stólastrákum. Í byrjun fjórða leikhluta leit út fyrir að baráttan yrði sú sama en okkar strákar komust loksins á skrið og stungu gestina af og sigruðu að lokum 82-72.
Meira

Nettómótið í Reykjanesbæ

Það komu þreyttir en sáttir krakkar heim í fjörðinn fagra á sunnudagskvöldinu, 5. mars, eftir viðburðaríka helgi í Reykjanesbæ en þar stóð yfir Nettómótið í körfubolta fyrir krakka á aldrinum sex ára (2016) upp í ellefu ára (2012). Alls voru þátttakendur á þessu móti 1080 talsins frá 23 félögum sem mynduðu samtals 221 lið og var spilað í fjórum íþróttahúsum, Blue höllinni og Heiðarskóla í Keflavík og svo Ljónagryfjunni og Akurskóla í Njarðvík.
Meira

Stólar og Samherjar deildu stigunum

Meistaraflokkur karla hjá liði Tindastóls skeiðaði á ný fram á fótboltavöllinn í gær þegar þeir tóku á móti liði Samherja úr Eyjafirði í Lengjubikarnum. Liðið tók þátt í Kjarnafæðismótinu í janúar og spilaði því fyrsta alvöruleikinn undir stjórn Dom Furness í gær. Talsverður vorbragur var á leiknum og spil af skornum skammti samkvæmt upplýsingum Feykis. Lokatölur 1-1.
Meira

Magnaður endurkomusigur Stólanna í Smáranum

Það voru alls konar ævintýri í heimi íþróttanna þessa helgina. Í Smáranum í Kópavogi tóku Blikar á móti liði Tindastóls í Subway-deildinni í körfubolta og þar voru sviptingar. Heimamenn leiddu með 15 stigum í hálfleik og voru 21 stigi yfir þegar 16 mínútur voru til leiksloka. Þá tók Pavel leikhlé og kannski sagði hann liðinu sínu að vinna leikinn eða eitthvað annað en það var nú bara það sem gerðist. Á örskotsstundu voru Stólarnir komnir á fullu gasi inn í leikinn og fjórum mínútum síðar var nánast orðið klárt mál hvort liðið tæki stigin með sér heim. Lokatölur í hressilegum leik voru 94-100 fyrir Tindastól.
Meira

Lið Tindastóls náði í sætan sigur í Síkinu í gær

Það voru ekki bara Stólastúlkur í fótboltanum sem gerðu vel í gær því Stólastúlkur í körfunni hristu af sér vonbrigðin úr Hveragerði á dögunum með því að leggja sameinað lið Aþenu/Leiknis/UMFK í parket í Síkinu. Lið Tindastóls átti fínan leik og vann alla leikhlutana og því sanngjarnan sigur þegar upp var staðið. Lokatölur 75-62.
Meira

Stólastúlkur sýndu góðan leik í sigri á Eyjastúlkum

Lengjubikarinn fór ekki vel af stað hjá Stólastúlkum í fótboltanum. Stórir skellir litu dagsins ljós gegn liðum Stjörnunnar og Blika, sem reyndar eru með tvö af sterkustu liðum Bestu deildarinnar, og það var því ánægjulegt að sjá lið Tindastóls næla í sigur gegn ÍBV í leik liðanna sem fram fór á Akranesi í dag. Stólastúlkur sýndu góða takta og unnu sanngjarnan sigur, 3-0.
Meira

Lazar Čordašić, hokinn af reynslu og löðrandi af gæðum, til Kormáks Hvatar

Stjórn meistaraflokksráðs Kormáks Hvatar er á lokametrunum með styrkingar liðsins fyrir sumarið segir á aðdáendasíðu Kormáks en enn einn leikmaðurinn er þar kynntur til leiks. Þar er á ferðinni djúpi miðjumaðurinn Lazar Čordašić, hokinn af reynslu og löðrandi af gæðum. „Hans helstu kostir á velli eru að hann les leikinn eins og opna bók, er gjarna réttur maður á réttum stað og færir liðinu ró og öryggi á miðsvæðinu. Sannkallaður gæðastjóri hér á ferð.
Meira

Lið Hamars/Þórs með öruggan sigur á Stólastúlkum

Eftir fínan sigur á liði Snæfells á dögunum komu Stólastúlkur niður á jörðina þegar þær mættu liði Hamars/Þórs í Hveragerði í gær. Eftir fína byrjun Tindastóls náðu heimastúlkur undirtökunum í leiknum, bættu smám saman við forskotið og fór svo að lokum að þær höfðu 19 stiga sigur. Lokatölur 90-71.
Meira