Íþróttir

118 vinningar dregnir út hjá meistaraflokki kvenna

Dregið var í happdrætti meistaraflokks kvenna í fótbolta hjá Tindastóli á konudaginn. Happdrættið var liður í fjáröflun stelpnanna en þær stefna á æfingaferð til Spánar núna á vordögum til að undirbúa sig fyrir átökin í deild þeirra bestu í sumar.
Meira

Sigurgeir Þór Jónasson nýr formaður knattspyrnudeildar Hvatar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Hvatar á Blönduósi fór fram sl. föstudag, þann 17. febrúar, við góða mætingu, eftir því sem fram kemur á Facebook-síðu deildarinnar. Kosið var í stjórn knattspyrnudeildarinnar og Sigurgeir Þór Jónasson er nýr formaður.
Meira

„Það er óútskýranlega frábær stemning hérna,“ segir Taiwo Badmus

Taiwo Badmus er 29 ára gamall írskur landsliðsmaður, ættaður frá Kongó, sem hefur glatt stuðningsmenn körfuboltaliðs Tindastóls síðustu misserin. Kappinn slagar í tvo metrana en er engu að síður snöggur og fimur og jafn líklegt að sjá hann troða með tilþrifum eða skella í eina eldflaug utan 3ja stiga línunnar. Í viðtali við Feyki segist hann svo sannarlega vera spenntur fyrir því hvert lið Tindastóls getur farið undir stjórn Pavels Ermolinski.
Meira

Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsíþróttum var sl. helgi í Laugardalshöll

Helgina 11.-12. febrúar fór fram Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss í Laugardalshöllinni. Skráðir voru um 300 keppendur til leiks frá 16 félögum víðs vegar af landinu og sendu UMSS, USAH og Kormákur keppendur til leiks. Níu mótsmet voru sett og átti Guðni Bent Helgason frá UMSS eitt af þeim er hann stökk 1,47m í hástökki 11 ára pilta.
Meira

Óvenju þægilegur sigur í Síkinu á liði Grindvíkinga

Tindastóll mætti seigu liði Grindavíkur í Subway-deildinni í gær og unnu sannfærandi sigur þrátt fyrir smá skjálftahrinu í þriðja leikhluta. Það varð þó ekkert panik hjá Stólunum að þessu sinni og þeir náðu vopnum sínum á ný í fjórða leikhluta og náðu þá mest 19 stiga forystu gegn óvenju lystarlitlum gestum. Lokatölur 95-82 og með sigrinum treystu Stólarnir stöðu sína í fimmta sæti deildarinnar þar sem þeir sitja nú einir með 18 stig en nú þegar fimm umferðir eru eftir er nokkuð langsótt að liðið tryggi sér heimaleikjarétt í úrslitakeppninni.
Meira

Stólastúlkur safna fyrir fótboltaferð til Spánar

Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu ætlar að halda í smá æfingaferð til Albir á Spáni um mánaðamótin mars-apríl. Nú standa þær í stórræðum við að safna fyrir ferðinni og hafa þær bæði verið að selja dagatöl og happdrættismiða. Stelpurnar verða eldhressar í anddyri Skagfirðingabúðar frá kl. 15-18 í dag og á morgun, föstudag, þar sem væntanlega verður hægt að krækja í allra síðustu happdrættismiðana en dregið verður á sunnudag og í boði er aragrúi góðra vinninga.
Meira

Stólarnir sýndu flotta takta gegn Hetti

Tindastóll og Höttur frá Egilsstöðum mættust í Síkinu sl. mánudagskvöld. Það var til mikils að vinna fyrir gestina sem hefðu getað komist upp að hlið Stólanna í Subway-deildinni með sigri og verið með betri stöðu í innbyrðisviðureignum liðanna ef úrslitin hefðu fallið með þeim. Svo fór ekki því Stólarnir sýndu sparihliðarnar með Arnar ómótstæðilegan í gamla góða hamnum og ólíkt leiknum gegn Stjörnunni á dögunum þá héldu heimamenn dampnum allt til enda, bættu jafnt og þétt í og enduðu á að vinna öruggan sigur. Lokatölur 109-88.
Meira

Nóg að gera hjá yngri flokkum Tindastóls í körfubolta

Það eru búnar að vera miklar körfuboltaveislur síðustu tvær helgar hjá yngri flokkum Tindastóls þrátt fyrir gular og appelsínugular viðvaranir á öllu landinu. Frá 4. febrúar er búið að spila 21 leik og af þeim voru aðeins þrír spilaðir í Síkinu sem þýðir að okkar fólk hefur þurft að ferðast um allt land til að spila sína leiki.
Meira

Stefanía Hermannsdóttir hlaut Minningarbikar um Stefán Guðmundsson og Hrafnhildi Stefánsdóttur

Hin unga frjálsíþróttakona Stefanía Hermannsdóttir á Sauðárkróki fékk á dögunum afhentan minningarbikar um Stefán Guðmundsson fv. stjórnarformann KS og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur. Um farandbikar er að ræða sem oftast hefur verið veittur samhliða athöfn Menningarsjóðs KS.
Meira

Lee Ann Maginnis ráðin framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur ráðið Lee Ann Maginnis sem framkvæmdastjóra deildarinnar. Lee Ann mun starfa með stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls, barna- og unglingaráði félagsins og þjálfurum. Hún hefur störf á næstu dögum.
Meira