Íþróttir

Skyldusigur í Hertz-hellinum

Tindastólsmenn fóru nokkuð létt með ÍR-inga í Hertz-hellinum í Seljaskóla í gær þegar þriðja umferð Dominos-deildarinnar hófst. Stólarnir náðu undirtökunum upp úr miðjum fyrsta leikhluta en náðu þó ekki að stinga heimamenn af fyrr en í þriðja leikhluta. Pétur Birgis og Chris Caird voru bestir í liði Stólanna en lokatölur voru 68-82.
Meira

Arnar Skúli aðalþjálfari mfl. kvenna

Arnar Skúli Atlason hefur verið ráðinn sem aðalþjálfari m.fl. kvenna hjá Tindastóli. Arnar Skúli var í sumar einn af þjálfurum m.fl. kvenna en tekur nú við keflinu sem aðalþjálfari.
Meira

Christopher Harrington ráðinn þjálfari 3. og 4. flokks karla og kvenna í fótboltanum

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur náð samkomulagi við Christopher Harrington um að hann taki að sér þjálfun 4. flokks karla og kvenna, 3. flokks karla og aðstoðar- og fitness þjálfari 3.fl. kvenna ásamt fleiri verkefnum hjá deildinni.
Meira

Nýr framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls

Hrannar Leifsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls og yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Hrannar er með B.S. gráðu í iþrótta- og heilsufræði auk UEFA B gráðu og KSÍ 5 þjálfaragráðu. Hann mun þjálfa yngstu flokka félagsins og tekur til starfa 1. nóvember.
Meira

Íslandsmót í Boccia á Sauðárkróki um helgina - myndasyrpa og streymi

Það er mikið um að vera í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þessa helgi en Gróska íþróttafélag fatlaðra í Skagafirði í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra stendur fyrir Íslandsmóti í Boccia einstaklingskeppni. Mótið var sett í gærkvöldi en keppni hófst klukkan 9 í morgun og stendur fram á kvöld. Í fyrramálið hefst keppni á ný á samatíma.
Meira

Gríðarleg pressa á Stólunum sem sigruðu Þórsara í gær

„Þarna mætti liðið sem við reiknuðum með í byrjun,“ segir Ingólfur Jón Geirsson stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Tindastóls eftir góðan sigur Stólanna á grönnum sínum Þór frá Akureyri 94-82 á Sauðárkróki í gærkvöldi. Mamadou Samb var stigahæstur Stóla með 25 stig, Pétur Rúnar Birgisson 20 og Cristopher Caird setti16 stig. Pape Seck annar Senegalanna í liðinu lék í tæpar 16 mínútur í gær og skoraði 11 stig.
Meira

Donni þjálfar Þór/KA

Donni, Halldór Jón Sigurðsson, hefur verið ráðinn þjálfari meistara- og 2. flokks kvenna Þórs/KA til næstu þriggja ára. Vangaveltur voru um að hann tæki að sér þjálfun meistaraflokks Tindastóls þar sem hann ásamt fjölskyldu sinni er að flytja á Krókinn. Donni hefur undanfari tvö ár þjálfað karlalið Þórs á Akureyri við góðan orðstír.
Meira

Búist við yfir 200 keppendum á Íslandsmót í Boccia

Gróska íþróttafélag fatlaðra í Skagafirði í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra mun standa fyrir Íslandsmóti í Boccia einstaklingskeppni, dagana 15.-16. október nk. Mótið fer fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og hefst mótsetning kl. 20:00 föstudagskvöldið 14. okt.
Meira

Húnavallaskóli 100 þúsund krónum ríkari

Húnavallaskóli er á meðal þriggja grunnskóla sem dregnir voru út í Norræna skólahlaupinu 2016. Hver þessara skóla fær 100.000 króna inneign í Altis, sem selur vörur til íþróttaiðkunar og munu vörurnar nýtast nemendum á skólalóðinni eða í íþróttahúsinu.
Meira

Sólbrenndir Stólar máttu sín lítils gegn meisturunum

Tindastóll lék fyrsta leik sinn í Dominos-deildinni í kvöld og sótti heim vængbrotið lið Íslandsmeistara KR. Talsverðar væntingar eru gerðar til Tindastóls-liðsins fyrir tímabilið en þeir voru flengdir af flottu KR-liði með Brynjar Björn og Sigurð Þorvalds sjóðheita. Lið KR var fjórum stigum yfir í hálfleik en sigraði að lokum 98-78.
Meira