Christopher Harrington ráðinn þjálfari 3. og 4. flokks karla og kvenna í fótboltanum
Knattspyrnudeild Tindastóls hefur náð samkomulagi við Christopher Harrington um að hann taki að sér þjálfun 4. flokks karla og kvenna, 3. flokks karla og aðstoðar- og fitness þjálfari 3.fl. kvenna ásamt fleiri verkefnum hjá deildinni.
Gitzy, eins og hann er oftast kallaður, mun hefja störf 1. nóvember nk. og á Fésbókarsíðu deildarinnar segir að hann sé vel menntaður þjálfari með UEFA B þjálfaragráðu, NSCAA NATIONAL DIPLOMA, NSCAA Director Of Coaching Diploma, FAI Kickstart 1&2 auk IFA safeguarding. Þá hafi hann þjálfað Memphis City í NPSL deildinni til sigurs í deildarkeppninni í fyrsta sinn í sögu félagsins.
„Þetta er gríðarlega stórt skref í áframhaldandi uppbyggingu yngri flokka okkar ásamt bættri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar með nýjum gervigrasvelli sem er væntanlegur innan tíðar,,“ segir á síðunni um leið og Gitzy er boðinn velkominn í hópinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.