Donni þjálfar Þór/KA

Frá undirritun, Inga Huld Pálsdóttir frá Þór/KA og Halldór Jón Sigurðsson nýráðinn þjálfari meistara- og 2. flokks kvenna. Mynd: thorsport.is.
Frá undirritun, Inga Huld Pálsdóttir frá Þór/KA og Halldór Jón Sigurðsson nýráðinn þjálfari meistara- og 2. flokks kvenna. Mynd: thorsport.is.

Donni, Halldór Jón Sigurðsson, hefur verið ráðinn þjálfari meistara- og 2. flokks kvenna Þórs/KA til næstu þriggja ára. Vangaveltur voru um að hann tæki að sér þjálfun meistaraflokks Tindastóls þar sem hann ásamt fjölskyldu sinni er að flytja á Krókinn. Donni hefur undanfari tvö ár þjálfað karlalið Þórs á Akureyri við góðan orðstír.

,,Markmið okkar hjá ÞórKA er að bjóða okkar leikmönnum alltaf uppá topp þjálfun.  Ráðning Donna er því rökrétt framhald af því sem við höfum verið að gera undanfarin ár. Flottur ungur þjálfari  með mikla og góða reynslu. Við erum gríðarlega ánægð með að fá Donna til liðs við okkur, væntingar eru miklar til hans og liðsins í framtíðinni. Það er strax kominn pressa á kappann“ sagði Nói Björnsson á heimasíðu Þórs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir