Planið hans Lalla fauk út um gluggann í Síkinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
14.02.2025
kl. 09.08

Tilraun til þjófnaðar! Pétur reynir að ræna boltanum af Nikolas Tomsick í gærkvöldi. Sigurður Ingi var líka í Síkinu í gær og flottar myndir frá leiknum má sjá á Karfan.is. MYND: SIGURÐUR INGI
Lið Tindastóls og Þórs Þorlákshafnar mættust í Síkinu í gærkvöldi í Bónus deildinni. Leikirnir gegn Þórsurum hafa í gegnum tíðina boðið upp á hitt og þetta og ekki á vísan að róa varðandi úrslit. Það hefur ekki alltaf dugað heimamönnum að ná góðri forystu gegn liði Þórs en það var akkúrat það sem gerðist í byrjun leiks í gær. Gestirnir voru nálægt því að jafna leikinn í síðari hálfleik en Stólarnir fundu fjölina þegar á þurfti að halda og sigldu heim góðum sigri. Lokatölur 109-96.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.