Íþróttir

Góð ferð á Vopnafjörð

Kvenna- og karlalið Tindastóls gerðu góð ferð austur á Vopnafjörð á laugardaginn þar sem liðinn spiluðu við heimamenn- og konur í liði Einherja og höfðu sigur í báðum viðureignum. Strákarnir unnu gríðarlega mikilvægan sigur en lið Tindastóls og Einherja voru með jafn mörg stig í 2.-3. sæti fyrir leikinn.
Meira

Skagfirðingar í leikmannahópnum á EM

Á vef Skagfirðingafélagsins er sagt frá því að Skagfirðingar eigi sína fulltrúa í leikmannahópnum á EM í Frakklandi. Fyrsti leikur íslenska liðsins fer fram í kvöld og því ekki úr vegi að fara yfir hverjir þessir Skagfirðingar eru.
Meira

Smábæjarleikarnir haldnir um helgina

Þrettándu Smábæjarleikar Arion banka verða haldir næstkomandi helgi, dagana 18.-19. júní, en þetta knattspyrnumót er fyrir hressa krakka í 4., 5., 6., 7. og 8 flokki, bæði stelpur og strákar. Búist er við um 1.500-1.700 manns á Blönduós um helgina.
Meira

Sótt um að halda Unglingalandsmót 2019

Á fundi byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar 26. maí sl. var lagt fram bréf dagsett 18. maí 2016 frá Ungmennasambandi Skagafjarðar, þar sem sambandið óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins við umsókn til að halda Unglingalandsmót UMFÍ í Skagafirði árið 2019.
Meira

Um 120 tóku þátt í Kvennahlaupinu á Sauðárkróki

Konur á öllum aldri lét þokuna á laugardaginn ekkert á sig fá, heldur fjölmenntu í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ á Sauðárkróki. Þegar þátttakendur höfðu nælt sér í í einkennisboli hlaupsins hófst upphitun við Sundlaug Sauðárkróks, undir stjórn Árna Stefánssonar. Var síðan hlaupið af stað, og vegalengdir og hraði eftir getu hvers og eins. Að sögn Völu Hrannar Margeirsdóttur, sem sér um hlaupið annað árið í röð, ásamt þeim Margréti Helgu Hallsdóttur og Önnu Hlín Jónsdóttur, voru um 120 þátttakendur á Sauðárkróki.
Meira

Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu var ekin um helgina

Fyrsta umferð í Íslandsmótinu í rallý var ekin í blíðskaparveðri á Suðurnesjum dagana 3. og 4. júní en keppnin var haldin af Akstursíþróttafélagi Suðurnesja. Mikil spenna var í loftinu strax í upphafi, fjórtán áhafnir voru skráðar til leiks og ljóst var að barist yrði um verðlaunasæti.
Meira

Feðgar spiluðu saman í sigurleik Tindastóls

Lið Tindastóls tók á móti Knattspyrnufélagi Rangæinga (KFR) á Hofsósi í gær. Tindastólsmenn höfðu unnið síðustu tvo leiki sína í 3. deildinni og bættu þeim þriðja við með góðum leik en lokatölur urðu 4-0. Feðgarnir Gísli Eyland Sveinsson og Jón Gísli Eyland Gíslason tóku báðir þátt í leiknum í gær.
Meira

Sólar- og blíðuspá fyrir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður á Sauðárkróki morgun, laugardaginn 4. Júní og hefst kl. 10. „Það er sannkölluð sólar - og blíðuspá fyrir laugardaginn og við höldum í vonina að sú spá rætist, ef ekki þá verðum við allavega með sól í hjarta,“ segir í tilkynningu um hlaupið.
Meira

Glæsilegt úrtökumót fyrir landsmót

Sameiginleg úrtaka hestamannafélaganna Skagfirðings, Neista, Þyts og Glæsis verður haldin á Hólum 11.júní og 12.júní nk. Ef skráning er góð er möguleiki að fyrri tveir skeiðsprettirnir í básaskeiðinu fara fram föstudagskvöldið 10.júní og seinni tveir á sunnudaginn 12.júní.
Meira

Tindastóll mætir KFR á Hofsósvelli

Karlalið Tindastóls mætir KFR í 3. deild karla á Hofsósvelli á sunnudaginn kemur, 5. júní. Leikurinn hefst klukkan 14. Það er því upplagt að leggja leið sína á Hofsós á sjómannadaginn og sjá leikinn í leiðinni.
Meira