Íþróttir

Æfingar sumarsins hjá Knattspyrnudeild Tindastóls

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur auglýst æfingadagskrá sumarsins í Sjónhorninu í dag en æfingar hefjast næstkomandi mánudag. Í auglýsingunni segir að æfingar 6. flokks sé kl. 13:10 og 7. flokks 8:10 en því mun vera öfugt farið, rétt er að 6. flokkur mun æfa kl. 8:10 og 7.fl. er kl. 13:10.
Meira

Tindastólsmenn með sigur á Dalvík/Reyni

Tindastóll vann góðan sigur á Dalvík/Reyni á laugardaginn í 3. umferð 3. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikið var á Dalvíkurvelli við ágætar aðstæður og fór svo að Stólarnir unnu góðan 0-3 sigur.
Meira

Rallýið fer af stað um næstu helgi

Rallýáhugafólk er farið að setja sig í stellingar en fyrsta umferð í Íslandsmótinu í rallý 2016 verður ekin á Suðurnesjum dagana 3. og 4. júní næstkomandi. Að venju er það Akstursíþróttafélag Suðurnesja sem sér um þessa fyrstu keppni en hún hefst með akstri á sérleið um Nikkel klukkan 18:10 á föstudeginum.
Meira

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Tindastóls fer fram á skrifstofu félagsins, Víðigrund 5, mánudaginn 13. júní, kl. 20:00.
Meira

Sigur í Sandgerði hjá strákunum og stelpurnar dottnar úr bikarnum

Um síðustu helgi léku báðir m.fl. Tindastóls leiki. Karlalið Tindastóls er komið á fulla ferð í 3. deildinni í knattspyrnu en á laugardaginn léku strákarnir við Reyni Sandgerði í 3. deildinni og sigraði Tindastóll 1-2. Þetta var leikur sem átti að vera heimaleikur Tindastóls en honum var snúið þar sem vallaraðstæður voru ekki þannig að Tindastóll gæti spilað á Króknum.
Meira

Bríet Lilja og Linda Þórdís í U18 landsliðinu

Norðurlandamót U16 og U18 ára landsliða fer fram í Finnlandi dagana 26.-30. júní næstkomandi. Mótið sem í tæpa tvo áratugi hefur farið fram í Svíþjóð verður nú haldið í Finnlandi. Tilkynnt hefur verið um íslensku U16 og U18 ára hópana fyrir verkefnið og í U18 hóp stúlkna eru Skagfirðingarnir Linda Þórdís B. Róbertsdóttir og Bríet Lilja Sigurðardóttir.
Meira

Heillandi leikur og glíma við sjálfan sig

Með hækkandi sól fer fiðringur um kylfinga landsins og eftirvæntingin eftir því að komast út á golfvöllinn gerir vart við sig. Þeir Rafn Ingi Rafnsson og Kristján B. Halldórsson hjá Golfklúbbi Sauðárkróks eru þar engin undantekning en blaðamaður Feykis hitti þá félaga á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki þegar Jón Þorsteinn Hjartarson golfkennari var að renna í hlað.
Meira

Alþjóðlegar æfingabúðir hjá Markviss

Segja má að fyrstu alþjóðlegu æfingabúðirnar í haglagreinum hér á landi séu í gangi þessa dagana á skotíþróttasvæði Skotfélagsins Markviss á Blönduósi. Þetta kemur fram í frétt á vef Húnahornsins.
Meira

Pétur Rúnar og Viðar með öll verðlaunin í meistaraflokki karla

Lokahóf körfuknattleiksdeildar fór fram 30. apríl sl. Að venju voru afhent verðlaun fyrir veturinn. Körfuboltaárið hefur verið gott hjá Tindastóli og vill körfuknattleiksdeildin koma á framfæri þakklæti til sjálfboðaliða, styrktaraðila og stuðningsmanna fyrir kröftugt starf í vetur.
Meira

Stólarnir mæta firnasterku liði KA

Það verður erfitt verkefni sem meistaraflokkur karla hjá Tindstóli á fyrir höndum í kvöld en þá leikur liðið við KA í bikarkeppninni. Leikurinn hefst á KA-vellinum á Akureyri í kvöld klukkan 19.
Meira