Íþróttir

Stólasigur í baráttuleik á Króknum

Tindastóll spilaði fyrsta heimaleik sumarsins á Króknum í gærkvöldi en þá komu baráttuglaðir Þróttarar úr Vogum á Vatnsleysuströnd í heimsókn. Stólarnir voru betra liðið í fyrri hálfleik en gestirnir létu sverfa til stáls í þeim síðari. Þegar upp var staðið voru það þó heimamenn sem höfðu betur og fögnuðu um leið toppsætinu í 3. deild.
Meira

Allt að smella saman fyrir Landsmótið á Hólum

Landsmót hestamanna verður haldið að Hólum í Hjaltadal dagana 27. júní – 3. júlí. Undirbúningurinn er í fullum gangi og gengur vel að sögn Áskells Heiðars Ásgeirssonar, framkvæmdarstjóra Landsmótsins, þó að enn séu ýmsir lausir endar sem þurfi að hnýta en ekkert stórvægilegt hefur komið upp á.
Meira

Skagfirskir kylfingar á Íslandsmóti golfklúbba um helgina

Íslandsmót golfklúbba verður haldið dagana 24.-26. júní víðsvegar um landið. Golfklúbbur Sauðárkróks sendir sveitir til keppni bæði í kvenna- og karlaflokki.
Meira

Ólýsanleg gleði við völd í Saint-Étienne

Systurnar Snæbjört og Eyvör Pálsdætur fóru á leik Íslands og Portúgals á Evrópumótinu knattspyrnu í Frakklandi þann 14. júní. Þær segja upplifunina af leiknum ólýsanlega. „Við fjölskyldan gáfum Eyvöru miða á leik Íslands og Portúgals í fermingargjöf einnig fékk hún ferð til Tenerife með foreldrunum. Ferðalag okkar Eyvarar hófst því á Tenerife þar sem spennan jókst dag frá degi. Daginn fyrir leikinn áttum við flug frá Tenerife til Frakklands með smá millilendingu í Barcelona. Stemmingin í Frakklandi og á sjálfu Evrópumótinu var alveg ólýsanleg.“
Meira

Tuttugu þúsund Tólfur á Stade de France

Króksarinn Styrmir Gíslason er einna fremstur í fylkingu stuðningsmanna íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. Styrmir er stofnandi stuðningsmannasveitarinnar Tólfunar. „Þetta snýst um að vera tólfti maðurinn á bak við liðið okkar á vellinum. Þegar á móti blæs þá öskrum við aðeins hærra til þess að koma þeim þangað sem þeir þurfa að komast,“ útskýrði Styrmir þegar blaðamaður Feykis heyrði í honum hljóðið fyrr í vikunni, sem var óneitanlega orðið fremur rámt.
Meira

Fyrsti heimaleikur Tindastóls á föstudagskvöld

Karlalið m.fl. Tindastóls mætir Þrótti Vogum í fyrsta heimaleik sumarsins klukkan 19:00 næstkomandi föstudag, 24. júní.
Meira

Landsbankamótið í fótbolta haldið um helgina

Hið árlega Landsbankamót í fótbolta verður haldið á Sauðárkróki um komandi helgi. Stúlkur í 6. flokki, alls staðar af landinu etja kappi á mótinu, sem hefst á laugardagsmorgni og klárast um miðjan dag á sunnudaginn.
Meira

Ekið verður um Tröllatunguheiði og Steinadalsheiði

Rallýkeppendur bregða undir sig betri fætinum og halda til Hólmavíkur um næstu helgi en þar verður ekin önnur umferð í íslandsmótinu í rallý. Það er Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við öfluga heimamenn, sem stendur fyrir keppninni en ekið verður um Tröllatunguheiði og Steinadalsheiði.
Meira

Smábæjarleikarnir á Blönduósi haldnir í blíðskaparveðri

Þrettándu Smábæjarleikar Arion banka voru haldnir á Blönduósi um helgina og var gerður góður rómur að. Þar öttu saman kappi hressir knattspyrnukrakkar í 4.,5.,6.,7. og 8. flokki en alls voru það 49 lið frá hinum ýmsu smábæjum landsins sem kepptu.
Meira

Fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga í gær

Nýprent Open barna og unglingamótið fór fram á Hlíðarendavelli í gær, sunnudaginn 19. júní. Mótið er hluti af Norðurlandsmótaröð barna og unglinga og var það fyrsta í röðinni þetta árið. Þátttakendur koma frá Golfklúbbi Sauðárkróks(GSS), Golfklúbbi Akureyrar(GA), Golfklúbbnum Hamri á Dalvík(GHD) og Golfklúbbi Fjallabyggðar(GFB).
Meira