Íþróttir

Opið héraðsmót í knattspyrnu á Hvammstanga

Á sunnudaginn verður haldið opið héraðsmót í knattspyrnu á Hvammstangavelli. Mótið hefst klukkan 14 og stendur fram eftir degi. Spilað verður í tveimur flokkum, 18-29 ára og 30 ára og eldri. Ekki verða gerðar undantekningar með yngri leikmenn en heimilt er fyrir leikmenn að spila niður um flokk. Leiktími verður tvisvar sinnum tíu mínútur. Sex leikmenn eru inná í hverju liði en hámarks leikmannafjöldi í hverju liði verður sjö manns.
Meira

Tindastólsstúlkur aleinar á toppnum

Kvennalið Tindastóls tók á móti liði Sindra frá Hornafirði í C-riðli 1. deildar í gærdag. Liðin voru fyrir leikinn efst og jöfn í riðlinum með 15 stig en Stólastúlkur áttu tvo leiki inni á hin liðin. Lið Sindra reyndist lítil fyrirstaða þegar á hólminn var komið og heimastúlkur unnu öruggan 6-0 sigur.
Meira

Tvær sveitir frá GSS á Íslandsmóti golfklúbba 15 ára og yngri

Golfklúbbur Sauðárkróks sendi tvær sveitir í Íslandsmót golfklúbba, 15 ára og yngri, dagana 12-14 ágúst. Í tilkynningu frá Golfklúbbi Sauðárkróks kemur fram að stúlknasveit frá klúbbnum keppti á Þorláksvelli í Þorlákshöfn og drengjasveit á Selsvelli á Flúðum.
Meira

Jesse Shugg með þrennu í stórsigri Stólastúlkna á Húsvíkingum

Kvennalið Tindastóls tók á móti liði Völsungs í 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Þær húsvísku hafa oft reynst Stólastúlkum erfiðar en þær mega augljóslega muna sinn fífil fegurri því Stólastúlkurnar yfirspiluðu þær og unnu glæsilegan 6-0 sigur og tilltu sér á toppinn í C-riðli 1. deildar kvenna.
Meira

Úrslit félagsmóts Skagfirðings

Fyrsta félagsmót Skagfirðings fór fram um helgina í tengslum við Sveitasælu á Sauðárkróki og var hörkukeppni í öllum flokkum og greinum.
Meira

Vilhjálmur Kaldal með síðbúið sigurmark í enn einum sigri Stólanna

Tindastólsmenn léku á SS-vellinum á Hvolsvelli í gær þar sem þeir sóttu heim lið KFR. Rangæingar hafa heldur verið að rétta úr kútnum í síðustu leikjum eftir dapurt gengi framan af sumri. Þannig skelltu þeir liði Víðis í Garði 6-1 á dögunum en þeir höfðu ekki erindi sem erfiði gegn Stólunum þó gestirnir hafi þurft að hafa verulega fyrir 0-1 sigri sínum.
Meira

Fyrsta félagsmót Skagfirðings á Sauðárkróki

Um þessa helgi, 12-13. ágúst, verður haldið félagsmót Skagfirðings, samhliða landbúnaðarsýningu og bændahátíðinni Sveitasælu. Er þetta fyrsta félagsmót Skagfirðings og fer fram á Sauðárkróki.
Meira

Arnar Freyr til Kristianstads

Samkvæmt íþróttadeild 365 hefur Arnar Freyr Arnasson, samið við sænska liðið Kristianstads. Kemur þetta fram í frétt Vísis um málið.
Meira

Tveir efnilegir Skagfirðingar á leið í nám í Bandaríkjunum

Ólína Sif Einarsdóttir og Arnar Geir Hjartarson eru ungir og efnilegir Skagfirðingar en þau eru að standa sig vel hjá sitt hvoru íþróttafélaginu. Ólína spilar fótbolta með meistaraflokksliði Tindastóls og Arnar Geir leikur golf með GSS.
Meira

Króksmótið fór fram um síðustu helgi

Ingvar Hrannar Ómarsson, mótastjóri Króksmótsins var hress er blaðamaður Feykis heyrði í honum að Króksmótinu loknu en þar spiluðu 115 lið úr 5., 6., og 7. flokk drengja alls staðar af landinu.
Meira