Grátlegt tap Stólastúlkna í Síkinu í gærkvöldi
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
16.02.2025
kl. 01.49

Randi Brown var öflug í kvöld og setti þrjá þrista á lokakaflanum. Það dugði ekki til. Hér er hún í leik gegn liði Aþenu fyrr í vetur. MYND: SIGURÐUR INGI
Kvennalið Tindastóls í körfunni tók á móti liði Hamars/Þórs í gærkvöldi í 17. umferð Bónus deildarinnar. Leikurinn var báðum liðum mikilvægur enda skiptir hver sigur máli í baráttunni um að halda sætinu í efstu deild. Það fór svo í kvöld að gestirnir reyndust sterkari og höfðu sigur eftir æsispennandi lokamínútur, gerðu sigurkörfu leiksins þegar þrjár sekúndur voru eftir og lokatölur 94-96.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.