Búist við yfir 200 keppendum á Íslandsmót í Boccia
Gróska íþróttafélag fatlaðra í Skagafirði í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra mun standa fyrir Íslandsmóti í Boccia einstaklingskeppni, dagana 15.-16. október nk. Mótið fer fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og hefst mótsetning kl. 20:00 föstudagskvöldið 14. okt.
Keppni hefst kl 9 báða keppnisdagana og stendur fram á kvöld fyrri daginn en þann seinni fram á miðjan dag. Þetta er í fjórða sinn sem haldið er svona mót á Sauðárkróki, það fyrsta árið 1999, svo 2004, 2013 og nú þetta. „Við reiknum með um 200-220 keppendum sem eru í sex deildum og svo eru Bc flokkar með og án hjálpartækja. Svo endum við mótið með lokahófi í Miðgarði á sunnudagskvöld,“ segir Salmína Pétursdóttir hjá Grósku. Dómgæsla verður í höndum Kiwanisklúbbsins Drangeyjar og hins nýja Kiwanisklúbbs, Freyju, sem stofnaður var á Sauðárkróki fyrir skömmu. Það er Lionsklúbburinn Víðarr sem gefur öll verðlaun á mótinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.