Íþróttir

Stólastúlkur og -strákar á sigurbraut

Meistaraflokkar kvenna og karla hjá Tindastóli eru enn á sigurbraut í boltanum. Síðastliðinn fimmtudag léku stúlkurnar síðasta leik sinn í C-riðli og sigruðu þær lið Völsungs á Húsavík 1-2. Strákarnir unnu fjórtánda leik sinn í röð þegar þeir sóttu Þróttara heim í Vogana og endaði leikurinn 0-1.
Meira

Stólarnir í hörkukeppni á Tenerife

Meistaraflokkur Tindastóls í körfubolta tekur þátt í sterku æfingamóti sem haldið verður í bænum Tacoronte á Tenerife daganna 16. og 17. sept. nk. Auk Tindastóls taka þátt Palma Air Europa, Cáceres Heritage og Real Club Nautico de Tenerife. Á blaðamannafundi sem haldinn var sl. miðvikudag um mótið voru liðin kynnt og greinilega mikill spenningur fyrir mótinu hjá heimamönnum.
Meira

4. flokkur Tindastóls/Hvatar/Kormáks með 12 efstu á Íslandsmótinu

Strákarnir í 4. flokki Tindastóls/ Hvatar/ Kormáks eru meðal tólf liða sem keppa til úrslita á Íslandsmótinu í knattspyrnu helgina 2.-4. september. Hafa þessi þrjú lið átt í samstarfi í yngri flokkunum í knattspyrnu síðan í fyrra og sent sameiginleg lið á Íslandsmót í 2., 3. og 4. flokki.
Meira

Seck Pape Abdoulaye og Antonio Kurtis Hester til Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ráðið tvo sterka leikmenn fyrir komandi átök í Domino's deildinni Seck Pape Abdoulaye og Antonio Kurtis Hester. Pape er Senigali fæddur 1992 en Kurtis sem er 26 ára kemur frá Miami í Florida.
Meira

Mikið ævintýri fyrir íslenska hópinn

Síðast liðið vor bauð júdódeild Ármanns í Reykjavík Tindastóli að slást í hópinn á æfingabúðir í júdó til Linköping í Svíþjóð. Fimm iðkendur júdódeildar Tindastóls á aldrinum níu til þrettán ára þáðu boðið og urðu samferða fimm iðkendum Ármanns á aldrinum þrettán til sextán ára, ásamt þjálfurum beggja félaga.
Meira

Baldur og Kata mæta til leiks í Rallý Reykjavík

Dagana 25. - 27. ágúst fer fram fjórða umferð í Íslandsmeistarmótinu í rallý, Rallý Reykjavík. Það er Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur sem stendur fyrir keppninni en klúbburinn hefur staðið fyrir keppnishaldi frá árinu 1977.
Meira

Stólastúlkur unnu í gær

Það var blíðskaparveður í gær þegar Tindastóll, sigurvegarar C riðils 1. deildar kvenna, tóku á móti sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis á Sauðárkróksvelli. Fyrir leikinn höfðu Stólarnir tryggt sér fyrsta sætið í riðlinum með 21 stig en þær austfirsku sátu sem fastast í næstneðsta sæti með 10 stig. Það var sama hvernig leikurinn færi, sætaskipan breyttist ekkert.
Meira

Styrktarmót fyrir Ívar Elí og fjölskyldu

Styrktarmót fyrir Ívar Elí og fjölskyldu hans verður haldið á Sauðárkróki miðvikudaginn 24. ágúst og er það jafnframt lokamót Ólafshúss-mótaraðarinnar í golfi 2016.
Meira

Stólastúlkur tryggðu sér í dag efsta sætið í C-riðli

Það var þunnskipaður hópur Tindastólsstúlkna sem spilaði á Höfn í Hornafirði í dag þegar þær sóttu lið Sindra heim. Lið Tindastóls var yfir í hálfleik en lokatölur urðu 3–3 og jafntefli því staðreynd eftir sex sigurleiki í röð. Stigið dugði þó til að tryggja stelpunum toppsætið í C-riðli 1. deildar og sætið í úrslitakeppninni því gulltryggt.
Meira

Tindastóll tryggði sér sæti í 2. deild með sigri á Víði

Topplið 3. deildar, Tindastóll og Víðir í Garði, mættust á Sauðárkróksvelli í gær í rjómablíðu. Leikurinn var jafn og spennandi og bæði lið ætluðu sér klárlega sigur. Þegar upp var staðið voru það heimamenn sem sigruðu 2-0 og tryggðu sér sæti í 2. deild að ári þrátt fyrir að enn sé fjórum umferðum ólokið. Glæsilegur árangur Tindastólsmanna sem hafa nú unnið þrettán leiki í röð í deildinni og geri aðrir betur!
Meira